Skírnir - 01.01.1937, Page 87
Skírnirl
Alexander Sergejevitsj Púsjkín.
85
Á Rússlandi er Púsjkín einmitt nokkuð líkt, — vor-
straumur nýja tímans í bókmenntum þessarar miklu þjóð-
ar. „Pétur mikli rússneskra bókmennta“ hefir hann ver-
ið kallaður. Hann gróðursetur mörg fræ nýrra og göfugra
hugsjóna, sem hann sækir að úr öðrum löndum, þroskar
Þau í sinni listrænu sál og fær þau til að dafna í rússnesk-
um jarðvegi. Og hann grefur upp gamalt gull og gleymd-
ar gersemar úr þjóðlífi og sögu Rússa, skreytir það allt
°g fágar, og breytir því í lifandi listaverk. Og hann starf-
ar ekki á einu sviði bókmenntanna, heldur mörgum, hann
er ljóðskáld, sagnaskáld, sagnaritari, leikritaskáld og rit-
dómari, — og á öllum þessum sviðum eru áhrif hans mik-
il °g varanleg.
II.
Hér skulu tilgreind helztu æfiatriði Púsjkíns.
Hann fæddist 25. maí 1799 í Moskva. Faðir hans var
af gamalli og frægri aðalsætt, í móðurætt var hann kom-
inn af Ibrahím Hanníbal, Blálending, sem var í þjónustu
Péturs mikla og komst til mikilla metorða á Rússlandi, og
hafa menn bent á ýmislegt í fari Púsjkíns, sem mætti
skýra á þann veg, að eðli Afríkumannsins við og við hefði
komið fram hjá honum. Púsjkín var settur í latínuskól-
ann í Tsarskoje Selo, og bar fljótt á skáldgáfum hans, og
við skólahátíð þar las hann einu sinni upp kvæði, sem sagt
er að skáldið Dersjavín, sem þar var viðstaddur, hafi tár-
azt yfir af gleði. Annars gekk skólanám Púsjkíns þar
nokkuð skrykkjótt; hann las það, sem honum sýndist, og
sló slöku við sumar námsgreinar. Einkum þótti hann ónýt-
Ul' í stærðfræði. Einn af skólabræðrum hans segir svo
Há, að Púsjkín var kallaður upp að svörtu töflunni og
átti nú að reikna dæmi. Hann skrifaði það upp og reikn-
aði og reiknaði, en brátt var kennaranum Ijóst, að hann
ekkert skildi í því, sem hann var að fara með. „Nú, hvað
er svo x?“ spurði kennarinn. „Núll“, svaraði Púsjkín.
»Já, allir yðar stærðfræðitímar hjá mér enda með núlli“,
sagði kennarinn, „farið þér nú í sætið yðar og yrkið held-