Skírnir - 01.01.1937, Side 88
86
Alexander Sergejevitsj Púsjkín.
[ Skírnir
ur!“ — Púsjkín varð að eins nr. 19 við stúdentsprófið
<1817). Hann fór nú til St. Pétursborgar, og var til þess
ætlazt, að hann yrði embættismaður í utanríkisráðaneyti
Rússa.
Á bernskuárum og á skólaárum Púsjkíns hafði menn-
ing hans mest verið frönsk. Franska var mest töluð á heim-
ili foreldra hans, og honum var sú tunga svo töm, að hann
framan af orti á frönsku og las mest rit franskra rithöf-
unda, einkum dáðist hann að Voltaire, og fyrstu árin eft-
ir að hann var kominn úr sltóla héldust þessi áhrif. Að
hann hélt við móðurmálinu og jafnvel smám saman fór að
fá ást á því, átti hann ekki sízt að þakka tveimur gömlum
konum, barnfóstru sinni, að nafni Arína Rodíonovna, og
ömmu sinni í móðurætt, María Alexandrovna Hanníbal;
þær voru því nær einustu manneskjurnar, sem töluðu
rússnesku við hann. En áhrifanna frá Voltaire og frönsku
höfundunum gætti mjög framan af — ekki sízt kom það
fram í nöprum háðkvæðum um ýmsa og ýmislegt, sem
honum þótti miður fara, og óvinguðust sumir við Púsjkín
út úr því. Sum af keskniskvæðum Púsjkíns frá þeim ár-
um eru talin tæplega prentandi vegna guðlasts. Alræmt
varð kvæði um boðun Maríu meyjar, og er því oft sleppt
í útgáfum af ritum hans. Hann gerðist útsláttarsamur og
eyddi stórfé í glæfraspilum og vanrækti embættisstörf sín.
Þótti því yfirmönnum hans ráðlegt að senda hann burt úr
höfuðborginni, og var hann fyrst látinn fara til Jekateri-
noslav á Suður-Rússlandi. Var hann þar á skrifstofu In-
sovs hershöfðingja. Er hann var nýkominn þangað suð-
ur, veiktist hann og fékk nú leyfi til að ferðast sér til
heilsubótar. Hann hafði kynnzt hershöfðingja að nafni
Rajevsky og fólki hans. Ferðaðist hann nú með þeim til
Krímskagans og upp í Kákasusfjöll. Náttúran þar og líf
Austurlandaþjóðanna, er hann kynntist á ferðinni, opn-
uðu augu hans fyrir mörgu. Og um þetta leyti kynntist
hann ritum Byrons, og fór nú að leggja stund á enskar
bókmenntir. Er hann kom aftur úr ferðalaginu, fluttist
hann til Kisjenev, höfuðborgarinnar í Bessarabíu, því að