Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 91
Skírnir]
Alexander Sergejevitsj Púsjkin.
89
— í kóraninum fékk hann hugmyndir, sem hann notaði í
sumum af fegurstu kvæðum sínum. Áhrifin frá Shake-
speare sýndu sig bezt í leikritinu „Boris Godunov",1) sem
er alveg í anda og krafti Shakespeares. Hann fann nú til
þess, að hann þurfti að kynna sér betur sögu ættjarðar
sinnar, til þess að geta leitt efni úr henni fram á leiksvið-
ið í líkingu við það, sem Shakespeare hafði gert í leikrit-
um sínum úr sögu Englands.
Þó það héti svo, að Púsjkín stæði undir eftirliti lög-
reglunnar, var það þó mjög vægt, og hann mátti heim-
sækja suma nágranna sína og taka á móti gestum við og
við. Einkum kynntist hann fólkinu á nágrannabúinu, Tri-
gorskoje. Húsmóðirin þar, Praskovja Alexandrovna Osi-
Pova, og dætur hennar, Anna og Evpraxía, urðu miklar
vinkonur hans, og það er talið sannað, að þessar systur
hafi að sumu leyti verið fyrirmyndirnar fyrir systrunum
1 »Eugen Onegin“, sem þar eru nefndar Olga og Tatjana.
Þar kynntist hann líka ungri konu að nafni Anna Petrovna
Kern. Hann hafði kynnzt henni lauslega 1819 í St. Péturs-
horg, en síðan hafði hún gifzt hershöfðingja, sem var 35
árum eldri en hún sjálf. Nú var hún í heimsókn hjá frænd-
Tólki sínu. Púsjkín felldi þegar í stað mikla ást til henn-
ar> og sum af fegurstu kvæðum hans eru orkt til hennar
(sjá hér síðar). Það er varla vafi á því, að hún hefir líka
unnað Púsjkín hugástum. Nú fór svo, að þau urðu að
skilja. Hún giftist aftur eftir lát fyrri manns síns og
nefndist þá frú Markova Vinogradskaja. Hún hefir skrif-
að merkilegar endurminningar um Púsjkín. Þau sáust
síðar, og síðasti fundur þeirra varð á einkennilegan hátt.
Það var árið 1880, að Púsjkín var reist líkneski í Moskva.
Þegar verið var að flytja líkneskið á sinn stað, mættu
Þeir, sem það fluttu þangað, líkfylgd á leiðinni — það var
verið að fylgja til grafar hinni gömlu ástvinu Púsjkíns,
sem þá var nýdáin, fátæk og einmana ekkja.
1) Prb.: ba-rís gadún-o/f, með áherzlu á síðustu atkvæðunum.