Skírnir - 01.01.1937, Page 92
so
Alexander Sergejevitsj Púsjkín.
[Skírnir
III.
Það má segja, að nú hafði Púsjkín öðlazt fullan and-
legan þroska í einverunni og næðinu uppi í sveit. En hann
þráði samt að komast í meiri samvistir við menntafólk en
hann átti kost á þar.
Við lát Alexanders I. keisara voru ýmsir, sem van-
treystu eftirmanni hans, Nikulási I.; enda reyndist hann
harðstjóri, og var þá í desember 1825 gerð tilraun til upp-
reisnar (dekabrista-uppreisnin), sem mistókst alveg. Voru
helztu forsprakkarnir líflátnir, en hinir sendir í útlegð til
Síberíu. Púsjkín var í vitorði með uppreisnarmönnum, en
tók ekki þátt í uppreisninni sjálfur, og nokkru síðar sótti
hann um náðun til nýja keisarans, sem þá sat nýkrýndur
í Moskva. Fyrir milligöngu góðra vina lét keisarinn blíðk-
ast og lét Púsjkín koma til sín í Moskva og tók honum vel.
Líkaði keisara vel hvað Púsjkín var einarður og djarfur
í svörum. Meðal annars spurði keisarinn hann, hvar hann
nú myndi hafa verið, ef hann hefði verið í St. Péturs-
borg, þegar uppreisnin var gerð. „Á Senatstorginu" (þar
sem hún gerðist), svaraði Púsjkín óhræddur.
Keisarinn vissi, að Púsjkín átti sér marga og vold-
uga óvini, og sagði því við Púsjkín, að hann þyrfti ekki
að láta venjulega ritskoðendur lögreglunnar dæma um rit
sín, áður en þau yrðu prentuð, — því ekki mátti þá prenta
neitt rit á Rússlandi án slíks leyfis. Sagðist keisarinn
sjálfur vilja dæma um ritin. Þetta átti nú að vera mikill
heiður og hægðarauki fyrir Púsjkín, en reyndist allt öðru-
vísi, því er tímar liðu fram, tók keisarinn það ekki of al-
varlega að lesa rit Púsjkíns, og fól það öðrum, sem lít-
inn skilning höfðu á því starfi. Einkum var æðsti yfir-
maður lögreglunnar, Beneckendorf greifi, reiður yfir þessu
og fékk óvild á Púsjkín, sem var honum til mikils ama síð-
ar meir, því Beneckendorf réði miklu hjá keisaranum.
Nikulás keisari hvatti Púsjkín mjög til að snúa sér
að sögulegum efnum, og semja rómana í líkingu við
Walter Scott úr sögu Rússlands. Þegar Púsjkín sýndi
keisaranum „Boris Godunov“, kvartaði keisarinn fyrst yf-