Skírnir - 01.01.1937, Side 93
Skírnir]
Alexander Sergejevitsj Púsjkín.
91
ir því, að hann hefði notað þetta efni í leikrit en ekki í
skáldsögu. Annars varð rekistefna út úr því riti. Púsjkín
las upp kafla úr því í kvöldboði hjá vinafólki sínu. Þar
var viðstaddur pólska skáldið Adam Mickiewicz, jafnaldri
Púsjkíns, sem varð svo hrifinn, að hann faðmaði Púsjkín
að sér og sagði á latínu: „Tu Shakespeare eris, si fata
sinent“ (þú verður Sh., ef örlögin leyfa). Beneckendorf
ávítaði Púsjkín fyrir það, að hann í annara húsum hefði
lesið upp leikritið, án þess að sýna það fyrst keisaran-
um, en Púsjkín þóttist ekki þurfa að biðja um leyfi til
slíks. Beneckendorf hélt fast við sitt, lét lögregluna opna
öll bréf til Púsjkíns, áður en þau væru afhent honum, og
sýndi slíka smásmygli og tortryggni, að Púsjkín fann það,
að hann var ófrjáls maður, þrátt fyrir persónulega vel-
vild keisarans.
Annars var ráð keisarans, að Púsjkín skyldi reyna
sig á að semja rómana, engan veginn út í bláinn, — það
sá Púsjkín sjálfur, er hann fór að gefa sig að þeirri grein
skáldskaparins. Ýmsar smásögur samdi hann í óbundnu
^uáli, misjafnar að gæðum, og eina reglulega skáldsögu,
stutta þó, „Dóttir höfuðsmannsins“, sem er alveg ágæt.
Hún ber merki þess, að Púsjkín hefir kynnt sér vel róm-
aua Walter Scotts, ekki sízt „The Heart of Midlothian",
en er annars merkilega sjálfstæð í stíl, og lipur og fjörug
í framsetningu. Efnið er tekið úr uppreisn Púgatsjevs.
Púgatsjev var ómenntaður bóndamaður, sem þóttist vera
Pétur III, maður Katrínar II, og fékk ýmsa til að trúa á
si£- Púsjkín hafði kynnt sér nákvæmlega sögu uppreisn-
arinnar og samdi sérstakt sögulegt rit um hana. Hann
fór nú að leggja stund á sögu Rússlands fyrir alvöru, fékk
leyfi til að fara í gegnum skjalasöfn ríkisins og hafði í
kyggju að rita æfisögu Péturs mikla. Honum entist nú
ekki aldur til þess, en þessi mikli keisari varð honum samt
að yrkisefni, meðal annars í tveimur stórkostlegum kvæð-
Urn, „Poltava“, um lokabardagann við Karl XII, og „Kop-
s.rriddarinn“, um hið fræga líkneski Péturs mikla í St.
Pétursborg eftir Falconnet. Nevafljótið hafði flætt yfir