Skírnir - 01.01.1937, Page 96
94
Alexander Sergejevitsj Púsjldn.
[Skírnir
að gefa út tímarit, „Sovremennik“ („SamtíSarmaður-
inn“), og kom „Dóttir höfuðsmannsins“ út í því.
En við hirðina átti Púsjkín ekki marga vini. Sumir
öfunduðu hann af konunni og þótti hann þar vera steinn
í götu, aðrir af náð keisarans, eins stopul og hún þó var.
Og loks fannst tækifærið til að ryðja Púsjkín í burtu. Við
hirðina var ungur herforingi, franskur maður, að nafni
Georges Charles d’Anthés, sem hafði komið til keisarans
með meðmæli frá konu af gömlu frönsku konungsættinni.
Keisarinn lét hann fá foringjastöðu í lífvarðarsveitinni,
og nokkru síðar tók hollenzki sendiherrann, barón Hecke-
ren, hann sér í sonar stað, og var hann upp frá því kall-
aður D’Anthés d Heckeren. Hann kynntist frú Púsjkín
1836 og fór nú að leggja hana í einelti, og kjörfaðir hans
reyndi á allar lundir að styðja hann í þessu. D’Anthés
d’Heckeren var fríður maður og glæsilegur og mesta
kvennagull, og frú Púsjkín hafði ekki vit á að halda hon-
um eins langt frá sér og þurfti. Þó telja menn það alveg
ósannað, að hún hafi látið hann fleka sig, en víst er það,
að við hirðina fór að koma orðasveimur um þau, og óvin-
ir Púsjkíns sendu honum nafnlaus bréf með fregnir um
ástamál konunnar. Einu sinni kom Púsjkín heim og fann
þá D’Anthés knékrjúpandi fyrir konu sinni. En hann stóð
brosandi upp og kvaðst hafa verið að biðja frú Púsjkín
um að miðla málum milli sín og eldri systur hennar, sem
hét Jekaterína, sem hann væri ástfanginn í. Púsjkín var
þá nýbúinn að skora D’Anthés á hólm, en tók nú aftur
hólmskorunina, og giftust þau D’Anthés og Jekaterina
skömmu síðar. En D’Anthés hélt engu síður áfram áleitni
sinni gegn frú Púsjkín, og kjörfaðir hans hjálpaði hon-
um til að ná fundi hennar. Púsjkín fékk að vita þetta og
skoraði nú D’Anthés á hólm. Fór hólmgangan fram 27.
janúar (eftir rússnesku tímatali 9. febrúar) 1837 á af-
skekktum stað við ána Tsjornaja Retsjka (Svartá) ná-
lægt St. Pétursborg. Sagt er, að Beneckendorf hafi verið
sagt frá einvíginu, og það var skylda hans að aftra því,
en hann sendi lögreglumennina á allt annan stað og lét