Skírnir - 01.01.1937, Síða 98
96 Alexander Sergejevitsj Púsjkín. [Skírnir
og allir dást að henni. Nú er það Onegin, sem sælist eftir
ástum hennar, en þó að hún enn þá elski hann, er hún
manni sínum trú og vísar Onegin frá sér. Inn í þessa sögu
hefir Púsjkín fléttað yndislegum myndum úr rússnesku
þjóðlífi og náttúru, og þessi bók er uppáhaldsbók flestra
Rússa, og börnin þar í landi eru látin læra kafla úr henni
utan að.
Annað aðalrit Púsjkíns er sorgarleikurinn „Boris
Godunov“, um hinn merka þjóðhöfðingja, sem stýrði
Rússlandi fyrst fyrir mág sinn, Fjodor, og síðar sem
keisari sjálfur með miklum dugnaði og sóma á árunum
1598—1605. Púsjkín fylgdi þeirri sögu, sem nú þykir
röng, að hann hafi komizt til valda með því að láta drepa
ungan son ívans IV., að nafni Demetríus (Dmitrij), og
erfa svo ríkið sjálfur eftir bróður hans, Fjodor. í leikrit-
inu er lýst því, hvernig ungur munkur kemst að þessu og
þykist nú vera Demetríus og hefur uppreisn gegn Boris.
Leikrit þetta minnir mikið á Shakespeare, en þó að ein-
stakir kaflar þess séu gullfallegir og hrífandi, þykir heild-
in þó ekki eins tilkomumikil á leiksviðinu og við mætti
búast. Mussorgski hefir búið til söngleik úr þessu leikriti.
Ýms af minni ritum Púsjkíns, falleg smáleikrit,
yndislegar þjóðsögur í Ijóðum, skemmtilegar smásögur í
óbundnu máli og ekki sízt kvæðin hans lesa menn enn sér
til skemmtunar.
Ýmsir merkustu rithöfundar Rússa hafa skýrt og
skorinort lýst yfir því, hvað þeir ættu Púsjkín að þakka
og hvað þeir mætu hann mikils. Gogol hefir sagt frá því,
að fyrstu hugmyndirnar til að semja sín frægustu rit,
„Endurskoðandann" og „Dauðar sálir“, hafi hann feng-
ið af samtölum við Púsjkín. Turgenjev sagðist vilja gefa
öll sín rit fyrir fjórar línur í inngangskvæðinu fyrir „Eu-
gen Onegin“ („Samtal skáldsins og bóksalans"). En Dos-
tojevski tók þó djúpast í árinni í frægri ræðu, sem hann
hélt um Púsjkín í félaginu „Vinir rússnesks skáldskapar“
8. júní 1880. Hann setur þar Púsjkín fram sem spámann
og eins konar stefnuskrá fyrir alla Rússa. Hann bendir á,