Skírnir - 01.01.1937, Side 99
Skírnir]
Alexander Sergejevitsj Púskín.
97
hvernig Púsjkín fyrst hafi veitt útlendum straumum inn
í bókmenntir þeirra — en um leið varað landa sína við að
sleppa því, sem verðmætt er og sérkennilegt fyrir þá sem
Rússa. Hann hefir í aðalpersónunni í Onegin lýst þess
konar „skitalets", sem Rússar kalla, manni, sem hefir
fengið Vesturlandamenningu, en er án sambands við sína
eigin þjóð, — þess konar manneskjur, sem Lermontov
síðar lýsti svo snilldarlega í „Hetja vorra tíma“, og ýmsir
aðrir rússneskir höfundar síðar („rótarslitinn vísir“, eins
og Grímur Thomsen kallaði). En hvað vel Púsjkín skildi
Það bezta í rússnesku þjóðinni, sýndi hann t. d. í lýsing-
unni á Tatjönu og í „Boris Godunov“. Og loks sýnir með-
íerð hans á skáldskaparefnum úr lífi og sögum annara
tjóða, hvað vel hann hafi skilið þær. Og í öllu þessu finn-
ur hann Púsjkín sem ekta Rússa. Svo heldur hann áfram:
»Að vera sannur Rússi er — þegar öllu er á botninn
hvolft — gleymið því ekki — sama sem að vera bróðir
ullra manna, ahnwður, er svo mætti kalla“. Hann álítur,
að Púsjkín hafi með starfi sínu sannað þessa viðleitni
^ússneska andans til að grípa yfir allt: „Þeim, sem er
sannur Rússi, er Norðurálfan og forlög hins mikla ariska
kynþáttar eins kær og Rússland sjálft, eins og forlög
sjálfrar ættjarðarinnar, og það einmitt vegna þess, að
tað, sem okkur er ætlað, er — ef maður svo mætti kalla —
tað að skapa einingu hér á jörðunni. Og það á ekki að
vera eining, sem er unnin með sverðinu, heldur á hún að
komast á fyrir kraft bróðurástar og bróðurlegrar við-
leitni til að sameina alla menn í eitt...“. Dostojevski reyn-
ir svo að sýna, að Rússar allt frá dögum Péturs mikla
hafi sýnt þessa viðleitni, meira að segja sé hægt að benda
ú> að þeir stundum hafi sýnt hana jafnvel í utanríkispóli-
^ík sinni (!). Dostojevski vill, að Rússar stefni að bræðra-
sambandi allra þjóða eftir lögum þeim, sem Kristur setti
^Ueð fagnaðarboðskap sínum. „Eg er að eins að tala um
bræðralag mannkynsins og um það, að rússneska þjóðin
hklega fremur öðrum þjóðum sé löguð fyrir það og ætl-
til þess að koma á bræðralagi allra þjóða, og að eg sjái
7