Skírnir - 01.01.1937, Side 100
98
Alexander Sergejevitsj Púsjkín.
[ Skírnir
sannanir fyrir þessu í sögu okkar og í mestu gáfnamönn-
um okkar og í hinum skapandi anda Púsjkíns. Það má
vera, að land okkar sé fátækt, — en gegn um það gengur
Kristur í líkingu beiningamanns. Já, því ættum við ekki
að geta borið í huga okkar síðustu orð Krists, þótt við sé-
um fátækir? Lá hann ekki líka í jötu úti í hesthúsi?“ —
Hann álítur, að Púsjkín sé sönnun fyrir því, að þetta sé
Rússum ætlað. — „Og ef þessi hugmynd okkar skyldi vera
hugarburður og draumórar, þá höfum við þó að minnsta
kosti í Púsjkín nokkuð, sem vekur hjá manni slíka trú og
gefur henni stað til að fóta sig á".1)
Það er enginn vafi á því, að Dostojevski hefir talað í
fyllstu alvöru og séð þetta í Púsjkín og ótal Rússar með
honum, og líklega hefir hann rétt fyrir sér í því, að þess-
ar hugmyndir hafa vakað fyrir Púsjkín eins og fyrir hon-
um sjálfum. En ekki munu margir hér utan Rússlands
samsinna honum í því, að þessar hugsanir hafi mótað ut-
anríkispólitík Rússa. 1 henni hefir ekki beinlínis borið
mikið á fagnaðarboðskap Krists, hvorki á keisaratíman-
um eða á dögum bolsvíkinga. Enda hafa göfugustu spá-
menn og vitringar landsins, Púsjkín, Tolstoj, Dostojevski,
litlu ráðið um stjórnmál þess.
En þó að Rússar að maklegleikum meti Púsjkín mik-
ils, hefir orðstír hans og áhrif fyrir utan Rússland ekki
orðið eins mikill og sumra annara rússneskra rithöfunda,
t. d. Tolstojs. Prosper Mérimée þýddi samt skömmu eftir
lát hans nokkur kvæði hans og eina smásögu, „Spaða-
drottning“ (þar sem Púsjkín lýsir átakanlega spilagræðg-
inni) á frönsku, og aðalrit hans eru nú komin á flest
Norðurálfumál („Eugen Onegin“ er t. d. til bæði á sænsku
og dönsku). En það sem háir er, að mikið af fegurð kvæð-
anna missist í þýðingum. En það er nokkuð til í því, sem
1) Á þýzku er til þýðing á þessari frægu ræðu, prentuð í
P. M. Dostojevski, Sámtliche Werke, 2. Abt., 12. Band (Literarische
Schriften). Hún er prentuð þar (með inngangi til nánari varnar og
skýringar eftir Dostojevski sjálfan) á bls. 105—153.