Skírnir - 01.01.1937, Page 103
Skírnir]
Alexander Sergejevitsj Púsjkín.
101
þungt er loftið, nóttin dimm.
Vofur þjóta, sveimur af sveimi
sendist upp, lengra en augað nær,
óhljóð og kvein úr huliðsheimi
hjartað nísta, skelft það slær.
2. TIL A. P. KERN
(Anna Petrovnci Kem).
Ég man það undra augnablikið,
er óþekkt mér þú birtist þar,
sem óðfleyg draumsjón, óðar horfin,
sem andi hreinnar fegurðar.
í örvæntandi andans kvölum,
í óróans og starfsins glaum
rödd þína blíða ég heyrði oft hljóma,
þinn hreina svip ég leit í draum.
Og árin liðu. í lífsins hríðum
sá. ljúfi draumur mér hvarf úr sýn,
mér gleymdist röddin gullinhreina,
mér gleymdist himnesk fegurð þín.
Mín æfi leið í útlegð dimmri,
í afkima og kyrrð mig bar,
án guðstrúar, án andagiftar,
án ástar, lífs og tára ég var.
En sál mín átti að endurvakna,
og aftur mér þú birtist þar,
sem óðfleyg draumsjón, óðar horfin,
sem andi hreinnar fegurðar.
Og aftur barðist hjartað hrifið,
í huga blómgast mér af því
guðstrú og andagiftin aftur
og ást og Iíf og tár á ný.