Skírnir - 01.01.1937, Page 104
102
Alexander S'ergejevitsj Púsjkín.
[ Skírnir
3. SPÁMAÐ URINN.
Þyrstur í anda ég úti lá
í eyðimerkur dimmum gjótum,
og sexvængjaðan seraf þá
í sýn ég leit á vegamótum.
Augnalok mín, það fyrst ég fann,
fingrum svefnléttum snerti hann,
og ég fékk spámannsaugu, sem arnar,
er upprís skelkuð og snýst til varnar.
Svo snerti hann eyru mín, áður tóm,
og upp þau fyllti með þyt og hljóm;
ég heyrði skjálftann í himinsalnum
og háflugs englanna vængja nið,
og hafsins fiska ég heyrði skrið,
og heyrði vínviðinn vaxa í dalnum.
Mínar varir hann opnaði, inn svo leit,
og út mína syndugu tungu sleit,
óþarfa fleiprandi, flærð og pretti,
og viturs höggorms eiturodd
alblóðgri hendi sem tungubrodd
mér inn í stirðnaðan munninn setti.
Með bitru sverði mitt brjóst hann skar,
og burt tók mitt lafhrædda, skjálfandi hjarta,
og inn í þess stað lét aftur þar
eldskol, sem brann með loga bjarta.
Á eftir í dvala sem dauður ég lá
og Drottins rödd ég heyrði þá:
„Rís upp, spámaður! Skynja og skoða!
Nú skal minn vilji þér fylla sál,
hann skaltu um lönd og höf nú boða,
með orðinu kveik í brjóstum bál!“
Sigfús Blöndal þýddi úr frummálinu.