Skírnir - 01.01.1937, Page 105
Dæmdur maður.
Eftir Jakob Thorarensen.
Naumast verður ofsögum af því sagt, hve tímarnir
breytast óðfluga. Eitt til marks um það er meðal annars
þetta, hve hátt menn bera höfuðið, flestir hverjir, nú á
tímum, þótt þeim hafi orðið á að bráka lögin eða hnotið
eitthvað á vegi heiðarleikans. Yfirleitt væsir nú ekki um
slíka menn, enda almenningsálitið í þessum efnum ofur-
Htið mildara en áður gerðist.
Hún er ekki liðin í neinn ægilegan tíðarfjarska,
nítjánda öidin, —.og borin saman við sumar eldri syst-
ur sínar, mátti hún að mörgu leyti væn heita og vel viti
borin. En stundum, þegar okkur verður nú til hennar
hugsað, þá fær okkur samt ekki dulizt, að hún gat verið
smáskrítin í sér á margan hátt.
Fólkið seiglaðist í lífsbaráttunni, óhætt var um það,
og það kippti sér oftast lítið upp við harkatök stórviðr-
anna — né aflabrestinn eða eldiviðarleysið. En undir
þessu svellþykka brekáni fábreytninnar, sem breitt var
kyrfilega yfir þjóðlífið, þá gátu heil héruð stundum orðið
sem höggdofa, gátu nær að segja hrokkið í kuðung, ef —
eitthvað bar við öðru nýrra.
Veturnir voru tíðast nokkuð harðir í horn að taka,
eins og kunnugt er. Og oft hreppti norðanpósturinn veð-
ur stór og þungar færðir um miðsvetrarleytið. En áfram
brauzt hann þó dag eftir dag og viku eftir viku, með þetta
tíu til tólf koffortahesta. Höfuðviðfangsefni hans var
það, að rogast áfram með andlegt fóður landsmanna. Að-
alerindið var með öðrum orðum þetta, að nálgast Þjóðólf