Skírnir - 01.01.1937, Page 107
Skírnir]
Dæmdur maður.
105
Þegar hinum vegmóðu og virðulegu pósthestum hafði
verið komið á stall og menn höfðu skafið af sér snjó
langrar og strangrar dagleiðar, þá gekk pósturinn í broddi
fylkingar in:n göngin og svo förunautar hans hver af öðr-
um og stikuðu þeir beina leið inn í stafnherbergið. En
hrasaður maður brunaði ógjarnan fram í þá daga jafn-
hiklausum skrefum eins og þeir, sem flekklausir voru.
Einn slitnaði úr lestinni í miðbaðstofunni og tyllti sér
uiður á rúmbæli, þar sem skuggsýnast var, rétt innan við
vúgkvörnina, sem stóð að kalla á húsamótum — baðstofu
°g frambæjar.
Við krakkarnir tókum okkur samstundis stöðu and-
spænis gestkomandanum — og þó í hæfilegri fjarlægð.
Til frekara öryggis héldumst við þar í hendur og störð-
um síðan aflátslaust á þetta veraldarundur.
Þetta var miðaldra maður í sauðmórauðum vaðmáls-
fötum og mátti hann kallast rétt þokkalega spjörum far-
iun, eftir því sem þá gerðist. Hann hét Ágústínus og
hann átti í fórum sínum tóbakskylli og hressti sig ögn á
úýrmætu innihaldi hans annað veifið, svo lítið bar á, en
iét að öðru leyti sem allra minnst fyrir sér fara — dæmd-
ur maður, eins og gefur að skiljaj Hann var allmjög veð-
urbarinn og hafði rauðan, glansandi skalla, líkt og próf-
asturinn; en- mikill feykimunur hlaut á hinn bóginn að
Vera á sálum þeirra tveggja rnanna, — það gerðum við
krakkarnir okkur fyllilega ljóst, enda þótt við loguðum
þarna af innilegum meðaumkvunartilfinningum. Hann
Saf okkur fremur lítinn gaum, en gengi fullorðna fólkið
U1u eða kæmi það í námundann, þá gat stundum virzt eins
°S örlaði á ofurlitlu brosi kring um munnvikin, brosi, sem
leitaði skilnings eða samúðar. En slíkri umleitun andans
var þó tilgangslaust að hreyfa að svo komnu; andlit
stúlknanna voru steinhörð og köld og piltunum kom víst
sízt til hugar að fara að kjá framan í einn eða neinn1 af
Slnu eigin kyni.
Annars mátti kalla að við krakkarnir slægjum tvær
flugur í einu höggi þarna frammi í miðbaðstofunni, því