Skírnir - 01.01.1937, Page 109
Skírnir]
Dæmdur maður.
107
Nei, en ferðirnar tóku nú aftur talsverðan tíma,
einkanlega að vetrarlagi.
Hætt var nú við, en svona klúðri fylgdu vitaskuld
æfinlega hrakningar og margs konar stúss, hjá slíku var
ekki hægt að komast.
Átta mánuðir. — Þegar við krakkarnir höfðum gert
okkur þá eilífð nokkurn veginn Ijósa, var sem okkur gæfi
sýn inn í blóðugustu mannleg bágindi. Fram af því dróg-
um við okkur fram í göngin og sum okkar gátu þá ekki
7ára bundizt.
Meðan stúlkurnar voru að mjólka kýrnar og mann-
fátt var í baðstofunni, kom húsfreyjan þangað inn og
gaf sig á tal við þennan einmanalega næturgest. Hún var
orðlagt valkvendi og eins og nærri má geta, forðaðist h;m
bví að koma nálægt einkamálum hans, dvaldi aðallega við
lærdóma reynslunnar og fallvaltleika lífsins, — en með
góðri greind og aðdáanlegri orðlipurð hlóð hún smám
saman eins konar virkisgarð úr huggunarríkum ritningar-
greinum bæði kring um farinn veg komumanns og alla
hans ólifuðu æfidaga.
Maðurinn svaraði að vísu fáu einu og þó þægilega
°g samsinnandi því litlu sem var, enda kunni hann aug-
sýnilega að meta þýðlegt viðmót húsfreyjunnar og henn-
ar mjúku, nærfærnu hönd.
En ekki bjð hann þó lengi að þeirri andlegu aðhjúkr-
un> því að þegar stúlkurnar komu inn að afloknum mjölt-
um og líða tók að háttatímanum, þá gengu þær á röðina
nieð fram rúmstokkum í baðstofunni og læstu vandlega
öllum sínum kistlum, sem venjulega voru annars látnir
standa opnir. Stúlkurnar voru að öðru leyti misjafnlega
skapi farnar. En svo typpilsinna var þó ein þeirra, að vel
hefði augnaráð hennar eða hreyfingar einar saman mátt
verka eins og kattarklór á veikt eða viðkvæmt hörund.
°g svo virtist sem þessi bágstaddi, fjarkomni maður ætti
að svo stöddu engan að í víðri veröld annan en tóbaks-
kyllirinn sinn. —
Já, það var ekki laust við, að svona klandri fylgdu