Skírnir - 01.01.1937, Page 112
110
Þegar íslenzkan var ál. móðurm. Norðurl.mála. [Skírnir
Og þá er að fullyrða, að íslenzkan af vísindamann-
anna hálfu ekki er haldin móðir hinna málanna. — Hefir
sú skoðun nokkurn tíma verið til eða verið algeng? Þeirri
spurningu getur ekki verið svarað bara með einföldu já
eða nei. Við verðum að athuga málið vandlegar.
Að íslenzkan og hin Norðurlandamálin séu náskyld,
þarf varla vísindalegrar rökfærslu til þess að skilja. Hver
sænskur eða danskur eða norskur maður, sem lítur í ís-
lenzka bók, rekst á svo mörg orð sem hann þekkir aftur
frá sínu eigin máli, að hann getur ekki efast um skyld-
leikann. Hann hlýtur líka að komast að þeirri skoðun, að
orðin í íslenzkunni hafi miklu fornlegri mynd en í hans
eigin máli. En þess vegna verður ekki sambandið að
vera það sama sem milli móður og dóttur.
Að komast að einhverri vissri niðurstöðu í þessu
efni, var ekki kleift áður en verulegur samanburður milli
Norðurlandamálanna væri hafinn. Á íslandi varð þetta
ekki; enda hafa þeir íslendingar allt af verið fáir, sem
hafa lagt vísindalega stund á frændamálin. Er það mjög
skiljanlegt. Hafa nóg starfsefni þótt bjóðast þeim innan
móðurmálsins sjálfs og dásamlegra bókmennta þess. Þessi
samanburður varð þá að eiga sér stað í hinum Norður-
löndunum. En til þess þurfti nokkurrar þekkingar á ís-
lenzkunni. Er nú einmitt þetta mikilsvert mál í rannsókn-
inni um sögu bókmennta: hve snemma voru íslenzk rit,
þ. e. sjálfsagt: íslenzk handrit, yfirleitt þekkt í hinum
Norðurlöndunum? Svarið getur auðvitað ekki orðið það
sama fyrir Danmörku, Noreg og Svíþjóð. Eg ætla nú, í
því sem eftir fer, að taka tillit til ástæðnanna í Svíþjóð.
Þekki eg þær bezt og gefa þær beztu föng í hendur þeim,
sem reyna að hafa stutt yfirlit yfir breytinguna og fram-
förina á þessu sviði.
Það er fullvíst, að íslenzkar bækur komu til sænskra
klaustra þegar á fimmtándu öld. Voru þá miklar sam-
göngur milli klaustranna yfir öll Norðurlöndin.
Um 1590 hófst í Svíþjóð mikill áhugi á rannsókn
fornminja og móðurmáls. Sá fyrsti sem tók þetta að sér,