Skírnir - 01.01.1937, Page 113
Skírnir] Þegar íslenzkan var ál. móðurm. Norðurl.mála.
111
var hinn merkilegi Johannes Bureus (Johan Bure), kenn-
ari Gustav Adolfs konungs. Hóf hann máls á tvennu:
Annars vegar voru andmæli á móti erlendum, og þá
sérstaklega dönskum, orðum í sænskunni, sem gætir
snemma eftir siðaskiptin. En hins vegar var rúnarann-
sókn Bures sjálfs.
Árið 1593, þegar hann var 25 ára unglingur, athug-
aði Bure í fyrsta sinn þessa einkennilegu leturtegund.
Skilningurinn á henni var aldrei með öllu horfinn í Sví-
þjóð, og þess vegna kunni B. að þýða hana sæmilega. Hélt
hann áfram í því með mesta ákafa. Gat hann ekki efazt
um það, að hér væri um fornmálið sænska að ræða; rún-
irnar væru einmitt hið upprunalega letur þessa máls. Hann
samdi ýmsar greinir um athuganir sínar; urðu þær að
mestu leyti óprentaðar, en höfðu samt mikil áhrif á yngri
samtíðarmenn hans.
Eg sagði áðan, að annað atriði í skoðun Bures voru
mótmælin gegn erlendu orðunum. Rökstuðningin var sjálf-
sagt falin í hinum vaknanda þjóðaranda þessa tímabils.
Þi’óaðist þessi andi því meir sem landið brauzt fram til
að verða stórveldi. Þess gætir ekki sízt í þessum sagna-
°g málarannsóknum. Ríkið sjálft væri æfagamalt, meira
að segja það elzta í veröldinni. Væri málið auðvitað líka
feikna gamalt. Gæti maður nú fullyrt, að sænskan sé líka
efeta málið sem til er, móðurmál allra hinna málanna?
Nei, ekki beint, því að þar mótmælti hinn óefanlegi mynd-
ugleiki biblíunnar. Var hebreska því sögð elzta málið. En
þær tilraunir, sem gerðar voru til þess að finna líkingar
á milli hebreskunnar og sænskunnar, heppnuðust varla
vel — en svo mætti með miklu betri samvizku fullyrða, að
sænska væri „aðalmál" („huvudmál"), þ. e. mál sem er
sjálfstætt frá alda öðli, og væri móðir margra annara
ttiála. Hún er líka, segir Bureus, afarríkt mál, þannig að
hún getur komið orðum að öllu sem þarf að segja.
Bureus þekkti og notaði fáein íslenzk fornrit, en enga
íslendingasögu. Hann þekkti líka þá bók sem hann kall-
aði „Cronones Norska laghbok" (hún geymdist í Ríkisins