Skírnir - 01.01.1937, Page 115
Skírnir] Þegar íslenzkan var ál. móðurm. Norðurl.mála.
113
frábært hefði verið ef komizt hefði verið að annari nið-
urstöðu. Tökum við þær rúnaristur sem Bureus kunni að
þýða sæmilega. Flestar orðmyndir eru þar alveg eins mót-
aðar og í íslenzku og norsku fornritunum. Svo er t. d. við-
víkjandi beygingu nafn- og lýsingarorða. Fyrst seinna
hverfur hér í sænskunni mestur hlutinn af endingunum;
koma forsetningar að miklu leyti í staðinn fyrir þær (giva
át barnet í st. f. barninu). Tvíhljóðin eru líka ósaman-
dregin á hinum eldri rúnasteinum (er t. d. oft skrifað
stein, seínna sten); hafði B. einmitt tekið eftir þessu, og
hann skildi að þetta var fornlegt einkenni, sem síðar hafði
breytzt; en í Norrlandi var enn þá í hans daga hægt að
finna tvíhljóðin (og svo er enn). Það mun hafa verið
mjög lítið, sem B. í æskunni og á fyrstu manndómsárun-
um vissi um ísland. Hafði hann ef til vill aldrei heyrt sér-
staks máls getið sem hét íslenzka. Fyrsta íslenzka
!,grammatíkin“ eftir Runólf Jónsson kom út árið áður en
hann dó (1651). Og hann gat ekki vitað, að sum af hand-
Þitunum væri rituð á íslandi. Eins og fyrr var bent á,
þekkti hann alls ekki neitt af íslendingasögunum og ekki
heldur af kvæðunum. Hann varð þess vegna einnig af
málfræðilegum ástæðum að trúa því, að Svíþjóð væri
heimili hins „götiska“ aðalmáls. — Vantaði ekki keppi-
uauta um þetta tignarsæti, og gerði Bureus sér einkum
mikla fyrirhöfn til þess að færa óbrigðul rök fyrir því, að
einmitt kröfur D a n a væru alveg ósannandi og tómlegar.
Merkilegt er, að þegar B. í beygingardæmum sínum
— hann hefir verið kallaður „faðir sænsku málfræðinn-
ar“ —, skráði fornu orðmyndirnar, tók hann þær að mestu
ieyti frá „Lingua runica“, ekki frá íslenzku handritun-
um. Hélt hann eðlilega rúnamálið miklu eldra.
Það hlýtur að vera auðséð af því sem hér er búið að
skýra, að það væri ekki rétt að segja, að B. áleit það mál
Sem við köllum íslenzku, vera móðurmál Norðurlandamál-
anna. Gerði hann í raun og veru engan mun á málinu í
Sömlu ritunum.
Sömu stefnu og B. héldu nánustu lærisveinar hans.
8