Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 118
116
Þcgar íslenzkan var ál. móðurm. Norðurl.mála. [Skírnir
sænskan, hafi með tímanum breytzt frá fornmálinu;
enda hafði hann haft sífelld tækifæri til þess að heyra
íslenzkuna talaða sem lifandi mál, og hann verður að hafa
sagt sjálfum sér, að stafsetning handritanna í mörgu
komi ekki alveg heim við þann framburð sem hann hafði
heyrt. — Að öll Norðurlandamálin, meir að segja öll ger-
mönsk mál, væru í raun og veru eitt mál, það dró hann
heldur ekki í efa. Þýzkan, segir hann, sé líka eiginlega
bara mállýzka af sænskunni; og um sjálft gamla málið í
gotnesku Biblíunni Ulfilas frá fjórðu öld, sem nú var
þekkt í Svíþjóð um nokkra áratugi, fullyrðir V., að „eng-
inn muni efast um að það sé af ‘skandiskum’ uppruna“.
(Þannig var reyndar ný ástæða komin til þess að kalla
skandiska málið ,,gotiska“.) Það var vitanlega ekkert auð-
velt fyrirtæki að — eins og Stiernhelm áður hafði reynt —
semja orðabók svofjölbreyttsmálssem„sveogotiskan“var.
Þessa erfiðleika gætir líka á árangrinum. Fáein dæmi
munu sýna það: Verelius færir saman íslenzk orð sem byrja
með Eið- (sem hann skrifar með -d) og sænsk orð á Ed-;
íslenzku orðunum á Ey- hefir hann komið fyrir síðast í röð-
inni í E-, en Aíí-orðin mynda sérstakan flokk, alveg eins
og Þ-orðin. Sænsku orðunum með neitandi 0- er ekki
blandað saman við íslenzku orðin með Ú-. Hl- og Hr-orðin
eru sjálfsagt öll tekin frá íslenzkunni. Þyrfti nánari rann-
sókn til að skýra á hvern hátt höfundurinn hefir leyst
vafamálin um þ a u orð, sem eru algeng í báðum málum
en hafa ólíkan byrjunarstaf. — Það sýnir samt skynsemd
hans, að hann ekki breytti öllum orðunum í samkynja
myndir, heldur tók þau eins og þau voru fundin í heim-
ildunum. Þessar heimildir, sem oft er vísað til í sjálfri
bókinni, eru skráðar í lok bókarinnar. Sést þar hve þær
eru sundurleitar: fornsænsk og norræn í samblandi. Með-
al þessara síðustu eru t. d. Uppsala-Eddan, Hávamál
og Völuspá. — Væri nú rétt að segja, að íslenzkan, þegar
henni fyrst var gefinn gaumur sem sérstöku máli, væri
haldin móðurmál hinna norðurlandamálanna? Auðvitað
ekki; þó að það komi ekki greinilega fram, virðist sú