Skírnir - 01.01.1937, Page 119
Skírnir] Þegar íslenzkan var ál. móðurm. Norðurl.mála.
117
skoðun liggja bak við, að íslenzkan, og þá ekki aðeins
fornmálið, væri það „götiska" mál, sem hafi bezt haldið
við fornlega svipnum. Og þetta er einmitt sú skoðun sem
vísindamenn okkar eigin daga hyllast að. Þessari nútíma-
skoðun skal strax segja frá.
En fyrst má í stuttu máli gera grein fyrir áliti á mál-
inu á tímanum milli c. 1700 og vorra daga. Haqvin Spegel,
frægur sem erkibiskup og sálmaskáld, samdi líka orða-
bók, Glossarium Suiogothicum (1712). Hann lætur þar
þá skoðun í ljós, að „Götha-spráket“ — svo kallar hann
allt saman — eins og það finnst á rúnasteinum og í hin-
um elztu lögbókum, sýni ákveðið samræmi við þýzkuna.
Og þýzkan komi líka að vissu leyti betur heim við gotn-
esku Ulfilas en sænskan. Þetta er athugavert, af því að
það ber vott um að hann er heldur laus við þann þjóð-
ræknisanda sem annars mótar tímann. — En svo er ekki
Erik Björner, sem reiddi sig á hið fræga verk „Atlanti-
can“, eftir Olof Rudbeck 1738.
1 sinni „Inledning Til de Yfwerborna Göters Gamla
Háfder“ (1738) segir hann, að gamla „götiska“ málið hafi
haldið sér alveg óbreyttu á Islandi. Hér um bil á sama
hátt komst Johan Peringskiöld að orði í sinni útgáfu af
Heimskringlu. Mun þessi skerping orðalagsins að nokkru
leyti koma af því, að þessar seinni kynslóðir í Svíþjóð
höfðu varla haft tækifæri til þess að kynnast nýíslenzk-
unni eins og hún var töluð. En auðvitað héldu þessir menn
ekki, að þetta mál hafi fyrsta uppruna sinn á íslandi, og
hafi dreifzt þaðan til hinna landanna. Þeir kunnu sjálf-
sagt sögu Norðurlanda of vel til þess. (Samt vissu þeir
ennþá ekkert um hinar verulegu íslendingasögur.)
Við skulum nú hlaupa yfir langt tímabil. Nemum við
staðar við þá bók, sem hefur nýja og dýpri þekkingu á
íslenzkunni, og er inngangur að þeim tíma, er fræðimenn
ullra Norðurlanda vinna saman til þess að fá nýjan skiln-
ing á sameiginlegri fortíð sinni, með nýjum, vísindalegum
sjónarmiðum og aðferðum.
Sú bók er „Vejledning til det islandske eller gamle