Skírnir - 01.01.1937, Page 120
118
Þegar íslenzkan var ál. móðunn. Norðurl.mála. [Skírnir
nordiske Sprog“ eftir Rasmus Christian Rask (1811), í
sænskri útgáfu 1818, þar sem formálinn skýrir vel hugs-
un hans. Rask, sem var Dani, hafði sjálfur lært íslenzku
mjög vel á íslandi. Hafði hann orðið hrifinn bæði af forn-
legum svip og fullkomnun hennar að öllu leyti. Hann sýnir
í stuttu máli, en — að því er hann sjálfur hyggur —
ómótmælanlega, að íslenzkan sé sjálft frummálið á Norð-
urlöndum, sem hin séu komin af beina leið, þar sem þeim
sé ekki spillt af erlendum áhrifum.
En nú skal athuga, að Rask vitanlega engu fremur
en hinir gömlu fræðimenn er á þeirri skoðun, að frum-
málið hafi myndazt á íslandi. En af því að sama
mál og við köllum íslenzku, hafi einu sinni verið notað
um alla Skandinavíu, notar hann nafnið „íslenzka“
um öll Norðurlandamálin, þ. e. um þá mynd sem þau einu
sinni áttu, og sem leifar eru til af á rúnasteinum og í
gömlum lögum. „íslenzkan var algeng yfir öll Norður-
lönd“, segir hann. Það er: íslenzkan var töluð áður en
ísland byggðist! Má óhætt fullyrða, að þetta sé mjög
óheppileg og óeðlileg málvenja. Almenningur gat ekki
annað en misskilið hana, og eg hygg að einmitt hún eigi
sinn þátt í þeirri skoðun sem eg hér í upphafi fyrirlestr-
arins lagði sænska menntamanninum í munn.
En þar kemur nú líka annað mál til greina. Rask
vissi ekkert, og gat ekki vitað neitt, um Norðurlandamál
sem væri fornlegra en forníslenzkan. Allar þær rúna-
ristur, sem eru skrifaðar með elzta rúnastafrófinu, voru
þá óráðnar. En nú vitum við, eftir áratuga samanber-
andi rannsóknir, að þær eru ristar á 3. til 8. öld. Er mál
þeirra að miklu leyti fornlegra en orðmyndirnar í hinni
elztu íslenzku. Þær sýna okkur brot af því máli sem var
talað af öllum Norðurlandaþjóðum áður en ísland byggð-
ist. Við köllum það „urnordisk“ eða „samnordisk“ (da.
„fællesnordisk"). Þetta mál má með réttu heita
móðurmál Norðurlanda. (Því verður samt ekki
neitað, að smávægileg staðbundin frávik kunna að hafa
verið til í því.)