Skírnir - 01.01.1937, Page 122
Eiríkur konungur fjórtándi leitar
yfirráða á íslandi.
Eftir Pál Eggert Ólason.
Það má vera öllum kunnugt, hverjar tilraunir Nor-
egskonungar gerðu fyrr á öldum til þess að fá íslendinga
til að ganga sér á hönd. Sama er að segja um það, hversu
þær tilraunir tókust að lyktum, og einnig um það, hverja
aðbúð íslendingar höfðu fyrst undir Noregskonungum,
síðar undir norsk-dönskum og dönskum konungum, og
hvernig þeir konungar hagnýttu sér þjóðina og landið
eða þau gæði, sem þaðan var að fá. Ekkert af þessu þarf
að rifja upp hér, heldur er einungis á það minnt efnis-
ins vegna.
Hitt mun miklu ókunnara eða jafnvel með öllu ókunn-
ugt hér, að enn eitt Norðurlandaríkið, hin þriðja frænd-
þjóð Islendinga, eða konungar þess, Svíakonungar, hafi
einnig orðið til þess að renna hýru auga til íslendinga og
leikið hugur á að ná íslandi undir sig. En þó er nú kom-
ið fram gagn fyrir því, að svo hafi verið um einn þeirra
að minnsta kosti, Eirík Svíakonung hinn fjórtánda. 0g
skal hér nú með fám orðum vikið að þessari hugmynd og
hvernig hún muni hafa verið tilkomin.
Þess er þá fyrst að geta, að árið 1563 hófst styrjöld
með Norðurlandaþjóðunum og stóð um sjö ár, og hefir
eftir því verið kölluð sjöárastyrjöld. Hófst hún af litlu
efni og hégómlegu, enda konungarnir, Friðrik annar í
Danmörku og Noregi og Eiríkur fjórtándi í Svíaríki, ung-
ir og óreyndir, og því kappsfullir og óbilgjarnir, og höfðu