Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 123
Skírnir] Eiríkur kon. XIV. leitar yfirráða á íslandi.
121
þá mjög nýlega tekið við ríkisstjórn. Styrjöld þessi skipti
íslendinga eigi miklu beinlínis. Er og hér þarflaust að
lýsa viðureign þessari og afdrifum hennar, enda auðgeng-
ið að því í ritum. Þess nægir að geta, að á ýmsu valt um
stríðsheppni, og veitti þó Svíum heldur miður að jafnaði.
Má telja, að lokið væri hernaði, er af þessu stafaði, árið
1569, og félli niður af sjálfu sér, en eigi var friður sam-
inn fyrr en seint á ári 1570. Mátti kalla, að sakir væru
látnar niður falla, yfirráð landa látin standa sem fyrir
styrjöldina, sigurvinningum öllum rift og fallið frá öllum
yfirráðakröfum; þó var Svíum gert að greiða fébætur
nokkurar til Dana fyrir spjöll og hervirki, svo sem í her-
kostnaðarskyni, og til þess að leysa til sín vígi nokkurt og
höfn við Gautelfi (Elfsborg), er þeir höfðu misst í upp-
hafi ófriðarins. Við bandamenn Danakonungs skyldu þeir
°g láta nokkuð af hendi, en ekki munu efndir þar hafa
verið miklar.
Þess eins er .þó nauðsyn að geta úr styrjaldarsögu
þessari, að árið 1567 sendi Eiríkur Svíakonungur herlið
mn í Noreg; tók það vígi nokkur og staði þar. Jafnframt
skrifaði konungur á sama ári Norðmönnum og hét á þá
að slíta böndum sínum við Danakonung og ganga sér á
hönd, en Noregur hafði þá alllengi verið undir Danakon-
ungum. Og er þá komið að efni greinar þessarar.
Þá bar það til nýlundu samtímis, að konungur leitaði
til íslendinga og ritaði þeim bréf það, sem birt er hér að
greinarlokum og prentað var í Stokkhólmi 27. marz 1567.
Skorar hann þar á íslendinga að slíta tengslum við Dana-
konunga og býður þeim að ganga sér á hönd, gegn því að
þeir haldi fornum réttindum sínum og fríðindum.
Af bréfi þessu er það þá fyrst og fremst ljóst, að
konungi hefir verið kunnugt um band það, er verið hafði
1 milli íslendinga og Noregskonunga hinna fyrri, og í ann-
ún stað hefir hann að einhverju leyti haft nasasjón af
sáttmálum þeim, er þar höfðu verið í milli.
Mætti nú þykja vert, að skimað væri eftir því, hvað
vakað hafi fyrir Eiríki konungi með þessu tilboði sínu til