Skírnir - 01.01.1937, Side 124
122
Eiríkur kon. XIV. leitar yfirráða á íslandi. [Skirnir
Islendinga. I fyrsta augabragði mætti virðast svo sem
Svíum eða konungi þeirra myndi lítill styrkur vera að
stuðningi íslendinga, bæði vegna fjarlægðar, hnatt-
stöðu landsins og fámennis; mun vart fara hjá því, að
mönnum þyki sem umleitan þessi bendi helzt til einhverra
stórmennskudraumóra hjá konungi. Mönnum myndi verða
næst fyrir að spyrja, hvað ísland gæti hafa haft að bjóða,
sem Svíakonungur teldi sér svo mikilsvert, að hann vildi
þess vegna ná yfirráðum á landinu. Vissulega gat ekki
verið um mikið hagsmunamál að ræða, ef eingöngu væri
litið til landsins sjálfs, legu þess eða hinnar fámennu
þjóðar. Hér hlaut því eitthvað það að vera í afurðum
landsins, er svo væri eftirsóknarvert, að beinlínis hags-
munamál væri að ná yfirráðum á landinu og þar með að
einhverju leyti afurðum þess. Og þegar vel er að gáð og
litið er á umleitan þessa frá þessu sjónarmiði, þá koma
menn fljótlega auga á, hvar fiskur lá undir steini. Á þess-
um tímum hafði Ísland þá vöru að bjóða, sem var hvort
tveggja í senn mjög verðmikil, eftir því sem þá hagaði
til, og geysilega nauðsynleg í hernaði og styrjöldum. Þessi
vara var brennisteinninn.
Lítum þá á, hversu komið var fyrir Svíum. Þeir höfðu
þegar í upphafi styrjaldar misst höfuðhöfn sína að Vest-
urhafi. Leið um Eyrarsund var í milli danskra landa, því
að Skán var þá enn hluti Danmerkur. Pólland og Lýbika
voru í bandalagi við Danakonung í hernaðinum. Svíar
máttu því heita innibyrgðir í suðri og vestri. Svíakonungi
var þá helzt tiltækilegt að reyna að ná undir sig höfnum
i Noregi, til þess að geta fengið leið vestur um hafið og
þar með afla þjóðinni þeirra nauðsynja, sem fá varð frá
öðrum löndum.
Um þessar mundir var svo komið í heiminum, að
meginundirstaða eða skilyrði alls hernaðar var púðrið. En
svo hagaði til í Svíaríki, að efni í það (hráefni) urðu Sví-
ar að miklu leyti að fá frá öðrum þjóðum. Púður var þá
gert með þeim hætti, að blandað var saman þremur efn-
um, kolum, saltpétri og brennisteini.