Skírnir - 01.01.1937, Síða 126
124
Eiríkur; kon. XIV. leitar yfirráða á íslandi. [Skírnir
púðurgerð varð almenn og öllum hernaðarþjóðum hin
mikilsverðasta, tóku stórveldin að láta sig miklu meir
skipta þessi lönd og yfirráð þar en þau höfðu áður gert.
Á víð og dreif um Norðurálfu voru lítils háttar eldfjalla-
svæði, en ella var ísland annað helzta eldfjallalandið í
þeirri álfu heims; var þetta vel kunnugt um allan norður-
hluta Evrópu, enda hafði verið töluverður útflutningur
frá íslandi af brennisteini, áður en hér var komið.
Útflutningur brennisteins af íslandi og verzlun hafði
verið að mestu í höndum Hamborgarmanna, og hafði þessi
útflutningur numið farmi tveggja til þriggja skipa á ári
í 50—60 ár, eftir skýrslu sjálfra þeirra árið 1560, en birgt
höfðu þeir brennisteinshéruðin að útlendum nauðsynja-
vörum jafnframt. En nú gerðist það til nýlundu um þær
mundir (árið 1560), að konungurinn, Friðrik annar, sló
hendi sinni á brennisteininn og hugði sjálfur að reka
verzlun þá í brennisteinshéruðunum norðanlands, er ver-
ið hafði áður í höndum Hamborgarmanna. Setti hann sér-
stakan forstöðumann yfir brennisteininn og verzlun þess-
ara héraða, en brennisteinninn skyldi fluttur til Kaup-
mannahafnar og hreinsaður þar eða unninn á kostnað
konungs. Það kom fyrir ekki, að borgarráðin í Hamborg
og Lýbiku andmæltu þessari ráðstöfun konungs, bæði í
eiginnafni og Hansabandalagsins, er voldugast hafði ver-
ið um verzlun alla á Norðurlöndum um langar tíðir; kon-
ungur hélt fast við sinm keip. Um allt þetta brennisteins-
brall Friðriks konungs annars geta þeir, sem vilja, lesið
nánara í riti mínu, Menn og menntir siðskiptaaldar á ís-
landi, III. bindi, bls. 133—50, og um verzlunarráðstafanir
sama konungs í sama riti, III. bindi, bls. 79—116.
Með þessum ráðstöfunum sínum hafði Friðrik kon-
ungur annar einnig fyrir fram tryggt sér þessa mikils-
verðu vöru í þeim mikla reipdrætti, er nú varð í sjöára-
styrjöldinni í milli Svíakonungs og hans. Þetta allt hlaut
og að vera kunnugt í Svíaríki, enda hafði Svíakonungur í
byrjun styrjaldarinnar sendimann sinn mikils háttar í