Skírnir - 01.01.1937, Side 127
Skírnir] Eiríkur kon. XIV. leitar yfirráða á íslandi.
125
Þýzkalandi við hlið keisaranum, og hafði sá maður á hendi
samningaumleitanir við Hamborgarmenm
Þegar allt þetta er athugað, sem nú var tiltínt, hlýt-
ur að verða fullljóst, hvað vakað hefir fyrir Eiríki fjórt-
ánda, með því að leita til Islendinga og bjóða þeim að
g&nga sér á hönd; það var þetta að loka fyrir Danakon-
ungi höfuðmarkaði þessa varnings, brennisteinsins, og
samtímis tryggja sjálfum sér og Svíaríki yfirráð þessar-
ar mikilsverðu vöru, sem var svo torgæt í styrjöldinni
sem lýst hefir verið, og þó jafnframt alveg nauðsynleg
til þess að geta haldið áfram styrjöld og hernaði. Þessi
umleitan Eiríks konungs við íslendinga er þá einn liður í
þeirri miklu sókn, sem hann hafði fyrirhugað á hendur
Danakonungi þetta ár, árið 1567.
Sama dag, sem bréfið til íslendinga var dagsett, bauð
Eiríkur konungur að leggja niður aðaltilraunastöð sína
í brennisteinsnámi (í Dannemora), með því að árangur-
inn hafði reynzt mjög lélegur. Fer vart hjá því, að mönn-
um þyki sem ráðstafanir þessar muni hafa verið af sömu
rót runnar. En öll áform Eiríks konungs tepptust bráð-
iega. I maímánuði þetta sama ár (1567) varð hann geð-
"veikur, og var hann að sjálfsögðu sviftur yfirráðum rík-
isins eigi miklu síðar. Má um þenna þátt í sögu Eiríks
konungs vísa í ritgerð í Vetenskaps-Societeten í Lunds
Ársbok 1933, bls. 105—13, Erik XIV. och Island, en stu-
die i svensk krigshushállning under 1500-talet, eftir Ingvar
Andersson.
Ekki verður það nú beinlínis séð, að Danakonungur
hafi fengið nokkura vitneskju um þetta bréf Eiríks fjórt-
ánda til íslendinga; ekki verður það ráðið af nokkurum
gögnum, sem kunn eru. En hitt má benda á, að eigi miklu
síðar en þetta varð, þykist Danakonungur hafa fengið
vitneskju um það, að enskir víkingar eða sjóræningjar
muni ætla sér að sigla til íslands til rána, og hafi þeir ál
þess eins konar leyfi eða verndarbréf frá Svíakonungi.
Af þessu er það sprottið, að 30. apríl 1568 ritar Friðrik
Þonungur annar hirðstjóra sínum eða höfuðsmanni á ís-