Skírnir - 01.01.1937, Page 129
Skírnir J Eiríkur kon. XIV. leitar yfirráða á íslandi.
127
heldur hefir guð almáttugur, sem réttvísina elskar, skip-
að svo vorum málum, aS vér höfum haldið sigri og yfir-
hendi í móti honum, svo að vér með hervaldi höfum frá
honum náð og unnið slot og vígi, lönd og lén, bæði í Dan-
mörku og í Noregi; sömuleiðis höfum vér lægt mestan
mátt hans til sjávarins og náð á vort vald hinum helztu
herskipum. En allt að einu vill hann ekki víkja frá fúl-
mennsku sinni og illsku og sættast við oss, sem hæfir,
heldur auka sitt óréttláta framferði með meiri vonzku-
verkum daglega, sér og öllum þeim, sem með honum halda,
til enn meira skaða og spjalla. Og erum vér því tilneydd-
ir, vegna gagns og hagsmuna ríkis feðra vorra, að ganga
svo að honum, að hann verði að hverfa frá slíku sínu
óhæfilegu framferði. Og viljum næst guðs hjálp herða
svo að honum, að hann finni, að guð vill ekki láta vera
órefsað slíkt óréttlæti hans. Og með því að íbúar Noregs-
víkis hafa áskynja orðið þeirrar gæfu, sem guð almátt-
ugur hefir gefið oss í vorri réttlátu sök í móti konungin-
um af Danmörku, og þeir hafa nú fundið hagkvæmast að
komast undan kúgun Dana og óþolanlegri stjórn, þá hafa
bæði aðall og almúgi í Noregi sent boð sín hingað til vor
°g auðmjúklega beiðzt þess, að vér viljum taka þá undir
vort konunglega skjól og vernd. Höfum vér því sent þang-
að héðan nokkurn hluta af herafla vorum, enda þegar lát-
ið taka á vort vald nokkur slot og lén þar í landi. Væntum
°g með hjálp hins almáttugasta, að vér fáum á vort vald
ullt konungsríkið. Og með því að ísland hingað til hefir
lotið Noregskrúnu, þá höfum vér ekki viljað undanfella
að bjóða yður á sama hátt vora konunglegu náð, skjól og
vernd, alveg eins og Norðmönnum, ef þér hafið þann
ásetning að ganga á hönd oss og Svíaríkisveldi. Og fyrir
bá sök höfum vér sent þessa vora elskulegu..........1) með
nokkurum vígbúnum herskipum og flokki hermanna til
yðar að láta hylla yður á hönd oss og Svíaríkiskrúnu.
Þar með og til þess að láta vernda yður fyrir ofbeldi og
1) Hér er eyða, sem svarar einni linu, fyrir nöfnum.