Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 133
Skírnir]
Grímur Thomsen og Byron.
131
árásum sínum. Grímur lítur svq á, að í Byron komi fram
áreksturinn milli miðaldanna og hins nýja dags. Róttæk
Hfsskoðun Byrons — byronskan — er að dómi höfundar
eðlilegur ávöxtur reiptogsins milli gamalla og nýrra lífs-
skoðana, milli miðaldakenndrar afturhaldssemi og frelsis-
kenninga seinni hluta 18. aldar.
Jafnhliða sýnir Grímur fram á það, hvernig tilfinn-
inganæmleiki skáldsins, særð réttlætiskennd, og margvís-
legt andstreymi, sem hann átti við að stríða, hafi mótað
hann og lífshorf hans; og verði allt þetta því að taka með
í reikninginn, þegar skapgerð hans og skáldrit eru kruf-
in til mergjar.
í næsta kafla ritsins (bls. 45—131) lýsir Grímur og
túlkar persónu Byrons. Leggur hann áherzlu á það, að,
hvað Byron snerti, sé ómögulegt, að aðskilja skáldið og
manninn; að lesa verði ljóð skáldsins og önnur rit í ljósi
lífsreynslu hans; hvorttveggja sé nátengt, að kalla má
tveir samsvarandi fletir á einstaklingseðli skáldsins, og
verði aðeins skilin til hlítar, þegar það er tekið til greina.
Þá ræðir höfundur um heimildir þær, sem, hann hefir
notað við samningu þessa rits síns um Byron. Hefir hann
gengið víða á rekana, sýnilega kynnt sér öll hin, markverð-
ustu rit um skáldið, sem fram til þess tíma höfðu skráð
verið, og eru þau talin í ritaskrá hans (Anhang, bls. 239—
240).
Ævisaga Byrons, eins og Grímur segir hana, þó vel
sé í stíl færð og með bókmenntabrag, verður eigi endur-
sögð hér. Nægir að segja, að hann fylgir skáldinu all-ná-
kvæmlega í spor frá vöggu til grafar; og rekur að auk
*tt hans eins og vera ber, því að áhrifa frá ættarerfðum
gætti eigi síður í skapgerð Byrons en áhrifa frá umhverfi
hans. í lok þessa kafla vísar Grímur Byron til sætis á
Bragabekk, og telur hann næst-mesta skáld Englands
(næstan sjálfum Shakespeare, að ætla má), og eitt af höf-
uðskáldum sinnar tíðar. Um fyrra atriðið myndi dómur
gagnrýnenda nú á tímum nokkuð á annan veg; hinu munu
fáir verða til að neita, að lávarðurinn enski var eitt af að-
9*