Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 134
132
Grímur Thomsen og: Byron.
[ Skírnir
sópsmestu skáldum samtíðar sinnar. Það telur Grímur
verið hafa köllun Byrons, að fella eigi aðeins dóm á spill-
ingu sinnar aldar, hræsni hennar og skinhelgi, heldur hafi
hann gert miklu meira í þá átt, að auka mönnum sann-
leiks- og hugsjónaást. Rík aðdáun kemur fram í lýsingu
Gríms á Byron, þó eigi’ dragi hann fjöður yfir skapbresti
hans, geðofsa hans og þunglyndi; bendir hann réttilega á
það, að skaphöfn skáldsins hafi verið heimur hinna mestu
andstæðna; þar geysuðu stormar hinna fjarskyldustu
geðhrifa.
Því næst tekur höfundur rit Byrons til ítarlegrar með-
ferðar (bls. 132—231). Dregur hann athygli lesanda að
því, að það hafi verið einkenni höfuðskálda þeirrar tíðar,
að þau hafi eigi látið sér nægja að sýna ritlist sína í einni
grein bókmenntanna, heldur hafi þau glímt við hinar ólík-
ustu bókmennta-tegundir; að fjölhæfni hafi, í einu orði
sagt, auðkennt skáld þessi. Þeirri athugun til staðfestingar
þarf eigi annað en renna augum yfir helztu skáld 19. ald-
ar; þau voru yfirleitt allt í senn: ljóðskáld, hetjukvæða-
og leikritaskáld. Ennfremur vekur Grímur eftirtekt á því,
að rekja megi andlegan þroskaferil skálda þessara í vali
þeirra á bókmenntagreinum; þau byrja með ljóðagerð,
snúa sér síðan að samning ljóðsagna, og gerast að lokum
leikritaskáld eða skáldsagnahöfundar. Sem dæmi slíkra
skálda nefnir Grímur Goethe, Schiller og Oehlenschláger.
Skipar hann Byron einnig til rúms í þeim hóp, en í aldurs-
röð voru rit hans: ljóð, ljóðsögur og leikrit í bundnu máli.
Er Grímur hefir á þann veg flokkað rit Byrons, gagn-
rýnir hann þau gaumgæfilega, bæði frá sjónarmiði efnis-
ins og þeirrar lífsskoðunar, sem þar kemur fram og þró-
ast. Þykir honum að vonum lífsskoðun Byrons myrk og
bölsýn. Þegar skáldið hugleiðir líf manna, sker honum
það í augu, hversu fjarri fer, að vér mannanna börn ger-
um hugsjónir vorar að veruleika; og þessa andstæðu milli
hins hugsjónalega og raunverulega telur Grímur kjarnann
i lífshorfi Byrons, byronskunni. Lífsleiði skáldsins (Welt-
schmerz) hefir sprottið upp úr þeirri beisku reynslu hans,