Skírnir - 01.01.1937, Qupperneq 135
Skírnir]
Grímur Thomsen og Byron.
133
hversu vonir vorar um lífshamingju — mark vort og mið
—- eiga langt í land að rætast.
1 lokakafla ritsins (bls. 232—238) dregur Grímur
saman niðurstöður sínar. Fjallar þáttur þessi meðal ann-
ars um áhrif Byrons á seinni tíðar skáld í Frakklandi og
á. Þýzkalandi; en þar gætti áhrifa hans mest, þegar um-
rætt rit var samið. Auk þess færist Grímur í fang, að geta
í þær eyður, hvert verða muni framtíðar-hlutskipti Byrons
og rita hans; og reyndist hann að ýmsu leyti næsta get-
spakur. Hann benti t. d. á það, að Don /wm-kviðan, snjalla
og gáskafulla, myndi víða fara og að margir myndu líkja
eftir henni; enda kom það á daginn. Ýmsir urðu til að
yrkja þjóðfélagslegar ádeilur í anda Don Jua-ns, svo sem
danska skáldið Paludan-Miiller með Adam Homo. Önnur
rit Byrons hafa einnig, eins og Grímur gat til, orðið síð-
ari skáldurri fyrirmynd og hvatning.
Auk þess sem rit Gríms um Byron er, eins og að
framan greinir, mjög merkilegt frá bókmenntasögulegu
sjónarmiði, hefir þ'að einnig sjálfstættbókmenntalegtgildi.
^að er háfræðimannlega samið, efninu vel niður skipað,
^ákvæmt og áreiðanlegt, þegar til greina er tekið, að það
var ritað fyrir fullum 90 árum, og Byron-rannsóknir hafa
vitanlega síðan aukizt stórum skrefum, og fjöldi nýrra og
ómissandi heimilda fyrir hendi, sem eigi varð náð til á
óögum Gríms. Ritaskrá hans ber því eigi að síður vitni, að
hann hefir, eins og vikið var að, bæði kynnt sér allar að-
alheimildir, sem þá voru fáanlegar, og mörg\ minni háttar
vit. Hann hefir auðsjáanlega gert sér allt far um, að tæma
viðfangsefni sitt, að grafa þar til kjarnans og sýna Byron
i sem sönnustu ljósi. Hann fylgir ekki heimildarmönnum
sínum í blindni; hiklaust gagnrýnir hann rit þeirra, og
hefir margt við þau að athuga. Hann kvartar réttilega um
skort á glöggri og öfgalausri lýsingu á Byron, og sér-
staklega um vöntun á sögulegri túlkun á ævi skáldsins og
iistgáfu, því að enginn af ævisögriturum hans fram til
bess tíma hafi látið sér skiljast til fulls hið nána sam-
band skáldsins við samtíð hans. Úr þessum ágalla fyrir-