Skírnir - 01.01.1937, Side 136
134
Grímur Thomsen og Byron.
[Skírnir
rennara sinna hyggst Grímur að bæta með riti sínu; fyrir
honum vakir, að túlka listgáfu Byrons í ljósi sögulegrar
fortíðar hans, og skapferli hans á grundvelli ættarerfða
og þeirra lífsskilyrða, sem hann átti við að búa. Hér er
því um nútíðar-viðhorf að ræða í bókmenntarannsókn.
Enda mun enginn sá, sem les rit Gríms með athygli og
skilningi, neita því, að honum hefir að mörgu leyti, þegar
aðstæður hans eru teknar til greina, tekizt, að ná tak-
marlci sínu. Hins er auðvitað ekki að dyljast, að mildu
ítarlegri og merkari rit hafa síðan á tíð hans verið sam-
in um Byron, enda hafa nýrri tíðar ævisöguritarar hans,
og gagnrýnendur, átt ólíkt hægra um vik með aðdrátt
efniviðar heldur en Grímur átti fyrir meir en 90 árum.
Hann víkur að því í formála sínum, að hann sé sér
þess sérstaklega meðvitandi, að hafa farið of mjúkum
höndum um Byron. Vart ætla eg, að sagt verði með sanni,
að Grímur sé hlutdrægur í frásögn sinni; mér virðist
hann rita um skáldið með þeirri samúð, sem nauðsynleg
er til þess að sjá hann í hreinu ljósi sannleikans,, að skilja
hann og meta hleypidómalaust. Hitt er annað mál, að
Byron er eitt þeirra höfuðskálda, sem mikill skoðana-
ágreiningur hefir orðið um, bæði persónu hans, rit og
lífsskoðun. Auk þess hafa síðari rannsóknir varpað breyttu
og nýju ljósi á margt 1 fari hans og líshorfi.
Rök hafa þá verið leidd að því, að rit Gríms um
Byron var hið gagnmerkasta, og í fleiri en einum skilningi
brautryðjendaverk um skáldið og rit hans, og verðskuld-
ar því athygli vora og aðdáun. Eins og kunnugt er, hlaut
hann einnig fyrir það meistaranafnbót, sem síðar, með
konungsúrskurði, var ákveðið, „að jafngilda skyldi dokt-
orsnafnbót“. Var hann vel að þeirri sæmd kominn, því
að margur hefir unnið til slíkrar nafnbótar með stórum
ómerkilegra riti. Ber rit Gríms um Byron eigi aðeins vitni
miklum lærdómi hans, víðtækri þekkingu í fagurfræðum,
heldur einnig skarpleika hans sem gagnrýnanda; en þeirri
hliðinni á ritstörfum hans má eigi gleyma, þegar rætt er
um hann sem skáld og rithöfund.