Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 138
136
Grímur Thomsen og- Byron.
[Skírnir
túlkun rita hans, fyrir nokkrum áhrifum af hinu enska
merkisskáldi ? Þeirri spurningu skal nú leitast við að svara.
Árið 1844 kom út í Nýjum Félagsritum kvæði eftir
Grím, sem hann nefndi „Sjómannavísur"; með lítilfjör-
legum orðabreytingum er það endurprentað undir heitinu
„Hafið‘‘ í kvæða-söfnum hans 1880 og 1906, og í heildar-
útgáfu Ijóða hans 1934; en í þeim öllum er það sett meðal
þýðinga á kvæðum eftir Byron. Eigi er hér þó í raun
réttri um þýðingu að ræða, heldur stælingu, og hana all-
fjarri frumkvæðinu, en það eru 179.—183. erindi í IV.
kviðu af Childe Harold, er byrja með orðunum „Roll on,
thou deep and dark blue Ocean, roll (Streym, streym þú
Ægir ógnum blái — streym! — Þýð. séra Matth. Jochums-
sonar). Kemur þetta glöggt í ljós, þegar stæling Gríms er
borin saman við frumkvæðið enska. Jafnframt sýnir slík-
ur samanburður, að kvæðið er ort með hliðsjón af fyrr-
nefndum erindum Byrons, sem víðfræg eru undir nafninu
„Apostrophe to the Ocean“ (Ávarp til hafsins). Og vegna
þess, að fyrirmyndin var þangað sótt, hefir Grímur skipað
kvæðinu í flokk meðal Byronþýðinga sinna. Meginhugsun
beggja kvæðanna er hin sama: — mikilleiki náttúruafl-
anna, stormsins og hafsins, borinn saman við smæð og
veikleika dauðlegs manns. Annars má segja, að kvæði
Gríms beri eins mörg eyrnamörk hans, sem Byrons, nema
síðasta vísan, sem er nærri því bókstafleg þýðing á byrj-
un 182. erindis og meiri hluta 183. erindis í IV. kviðu
Childe HaroldP)
1 þessu sambandi má minna á það, að ást og aðdáun
á hafinu kemur fram annarstaðar í kvæðum Gríms. Hafið
veitir honum hugfró, hvíld á þreytu- og raunastundum.
Byron slær oft á sama strenginn í kvæðum sínum, t. d. í
ofannefndu kvæði í Childe Harold, er hann segir (þýðinff
séra Matthíasar):
„Og eg hef unnað þér, ó Ægir hár!
frá æskustund og vaggað hef mér dátt
sem bóla þér á brjósti; úfinn sjár