Skírnir - 01.01.1937, Síða 139
Skírnir]
Grímur Thomsen og Byron.
137
var yndi mitt, þá hló mér hjarta kátt;
og ef mér ofbauð hrönn, sem hrundi hátt,
var hræðslan gaman samt“ ...
Nú var það næsta eðlilegt um íslending eins og Grím,
sem vanur var heillandi sævarsýn frá æsku, að hann elsk-
aði hafið og væri snortinn af töfrum þess. Hitt er þó hreint
ekki ólíklegt, að sú kennd hafi eflzt í brjósti hans viö
lestur kvæða Byrons. Það eitt er víst, að stælingin „Sjó-
mannavísur", eftir byronskri fyrirmynd, er hið fyrsta
kvæði Gríms þar sem hann gerir hafið að yrkisefni.
Kvæði hans „Ólund“ er hábyronskt að hugsun og anda;
hér eru tilfærð fyrsta og síðasta erindi þess:
„Háum helzt und öldum,
hafs á botni köldum,
vil eg lúin leggja bein,
á hálu hvílast þangi
í hörðum sjávargangi,
undir höfði unnarstein.
Og þó enginn gráti
yfir mínu láti,
hvorki sveinn né svanni neinn,
mun yfir mér þó dynja
mar, og þungan stynja
dökkur, bylgjubarinn steinn“.8)
Hér kemur fram bæði sársauki og lífsleiði af hálfu
skáldsins. Hann er maður kornungur, ekki hálfþrítugur;
þrátt fyrir það hefir lífið þegar valdið homum slíkum
vonbrigðum, að hann er saddur ævidaga. Hann er gamall
orðinn um aldur fram. I kvæði þesu lýsir sér því greini-
lega bölsýni Byrons og lífsleiði, það horf við lífinu, sem
vart verður í æskukvæðum hans, er undirstraumurinn í
öllum ritum hans, og nær hámarki sínu í Childe Harold,
einkum, III. og IV. kviðu. Umrætt kvæði Gríms er þó eigi