Skírnir - 01.01.1937, Page 140
138
Grímur Thomsen og Byron.
[ Skírnir
stæling á neinu sérstöku kvæSi Byrons; lífshorfið er hið
sama og hugsunarferillinn — megnt þunglyndi ólgar í
ljóðlínunum. Til samanburðar má nefna orð Byrons í
kvæðinu „I would I were a careless child“ (Ó, að eg( væri
áhyggjulaust barn):
„Fain would I flee the hunts of men —
I seek to shun not hate mankind;
My breast requires the sullen glen,
Whose gloom may suit a darkened mind“.
„Feginn vildi eg flýja mannabyggðir —
eg forðast mannanna börn, hata þau eigi;
sál mín þráir dökkbrýnt gljúfrið;
rökkur þess hæfir gleðisnauðu skapi“.
Lýsing hans á Childe Harold, í raun og veru sjálfs-
lýsing, er í sama anda; hann undi sér ekki í híbýlum
manna; fylltist þar óþreyju, þreytu og skaphörku; flýði
því á náðir einverunnar, og leitaði sér athvarfs við barm
náttúrunnar, í fangi hafs og hrikatinda.
Sama undiraldan er í fleiri kvæðum Gríms frá árun-
um 1844—1846. Má þar tilnefna kvæðið „Haustvísa“, sem
fyrst var prentað í Nýjum Félagsritum 1845, og er þess
vegna frá því ári eða eldra:
„Lengir nóttu, lúta höfðum blóm,
laufið titrar fölt á háum reinum,
vindur hvíslar ömurlegum óm
illri fregn að kvíðnum skógargreinum,
greinar segja fugli’ og fuglinn þagnar.
f brjósti mannsins haustar einnig að,
upp af hrelldu hjarta gleðin flýgur,
en vetrarmjöll í daggardropa stað
á dökkan lokk og mjúkan þögul hnígur,
og æskublómin öll af kinnum deyja“.
Bölsýnið og þunglyndið byronska eru hér aftur auðsæ.
Skáldið harmar hverfleik lífsins; vetur setur að hjarta