Skírnir - 01.01.1937, Blaðsíða 141
Skírnir]
Grímur Thomsen og Byron.
139
hans, þó langt sé enn til ellidaga. Ekki hálfþrítugt ung-
mennið, með lífið framundan, talar líkt og væri það
heygður öldungur, sem kominn er á grafarbarminn. Og
sami lífsleiðinn, sem hér kemur fram hjá Grími, einkenn-
ir ýms kvæði Byrons frá æskuárum hans. Hann segir í
kvæðinu „And wilt thou weep when I am low“ (Og þú
vilt genginn gráta mig):
„Öll von mín þvarr og þung og sein
í þreyttu brjósti æðin slær,
og að mér loksins látnum ein
við leiði mitt þú grætur, mær!‘<!))
Og að meiru eða minna leyti er lífshorfið hið sama
í öllum ritum hans. í einu af síðustu kvæðum hans, „On
the Day I complete my Thirty-sixth Year“ (þegar eg verð
Þrjátíu og sex ára) ber jafnvel enn meir á lífsleiðanum.
Hann líkir æfi sinni við skrælnað laufið; hjartasárin og
harmurinn er hið eina, sem hann hefir úr býtum borið.
Bölsýnisins og þunglyndisins gætir mest í þeim kvæð-
um Gríms, sem orkt voru kringum 1845; þeirra verður þó
vart í einu kvæða hans, „Karlanöldur“, sem ort var 1860,
en hann var þá aðeins fertugur að aldri. Hann kvartar
um, að hann standi einn uppi á „lífsins eyri“, að fleiri
°g fleiri „feigðarbylgjur" gnauði um sig, og að lífsfjörið
sé dofnað. Tveim árum síðar, í kvæðinu „Á fæðingardag
Tninn 15. maí 1862“, talar hann um sjálfan sig sem „karl
inn gamla“, og harmar sárt, að harpa hans sé þögnuð.
Minnir það á ofannefnt kvæði Byrons, sem hann orti hálf-
fertugur. Þó ber að geta þess, að í kvæðislok kemur fram
hjá Grími framtíðartrú og bjartsýni, sem ekki vottar fyr-
in í áminnstu kvæði Byrons:-------„undirstrauminn betra
lífs eg heyri“; enda var það kvæði Gríms ort löngu eftir
Þann tíma, sem hann var ákveðnast undir áhrifum hins
€nska merkisskálds.
Kvæði Gríms „Heift“ er að mínum dómi ort undir
áhrifum frá kvæði Byrons „Darkness" (Myrkur):