Skírnir - 01.01.1937, Page 142
140
Grímur Thomsen og Byron.
[Skírnir
„Tveir á heiði hittust reiðir,
hvor mót öðrum feigur sneri,
nornin kalda grimman galdur
galað hafði þeim og vélar.
Illum tárum augun fylltust,
annarlegu brostu gamni,
fann hver bana’ í brosi annars,
brugðu hjörvum, týndu fjörvi“.10)
Berum nú saman við ofangreint kvæði eftirfarandi
ljóðlínur úr „Darkness“ Byrons:
But two
Of an enormous city did survive,
And they were enemies. They met beside
The dying embers of an altar place,
... Then they lifted up
Their eyes as it grew lighter, anc^ beheld
Each other’s aspect — saw, and shrieked, and died —
Even of their mutal hideousness they died“.
„Tveir einir lifðu af íbúum geysistórrar borgar,
og þeir voru óvinir. Þeir hittust hjá deyjandi
glæðum á altarisstalli ... Svo hófu þeir upp augu
sín þegar birti, og stóðu augliti til auglitis —
horfðust í augu, æptu, og dóu — viðbjóðsleiki beggja
varð einn saman bani þeirra“.
Þó baksýn þess atburðar, sem hér er lýst, sé dálítið
frábrugðin í hvoru kvæðinu um sig, er eg ekki í neinum
vafa um, að kvæði Byrons er fyrirmynd hins.
Mér leikur einnig grunur á, að um áhrif frá Byron
sé að ræða í kvæði Gríms „Ölteiti“, sem ort var um þetta
leyti, og er ástarkvæði. Að blæ og hugsun er það ekki
ósvipað kvæði Byrons „The First Kiss of Love“ (Fyrsti
ástarkossinn). Síðasta vísan í kvæði Gríms er þannig:
„Þegar kraftar líkams linna,
lífs er úti brýnan stinn,