Skírnir - 01.01.1937, Side 144
142
Grímur Thomsen og Byron.
[ Skírnir
En það eru ekki kvæði Gríms ein, sem vitna um að-
dáun hans á Byron og áhrif úr þeirri átt. Samtíðarmað-
ur hans, skáldið Benedikt Gröndal, getur þess í sjálfsævi-
sögu sinni, hversu hrifinn Grímur hafi verið af!' Byron og
ritum hans, þegar hann kom til íslands sumarið 1845, enda
var hann þá nýbúinn að rita bók sína um skáldið, og fyr-
ir áhrif frá Grími var það, að Gísli Brynjólfsson gerist
slíkur aðdáandi Byrons og raun ber vitni.12)
Ýmislegt var auk þess líkt með Grími og Byron, og
skal þess getið hér til fróðleiks. Grímur var sem hinn enski
lávarður mikill Grikkjavinur, einkum hafði hann miklar
mætur á fornum skáldskap grískum, og þýddi mörg kvæði
þaðan með mikilli prýði á vora tungu. Einnig snéri hann
á íslenzku, eins og bent var á, kvæði Byrons „Grikklands-
eyjum“, sem ber fagurt vitni Grikklandsástar höfundar
og þýðanda.
Sem Byron var Grímur hinn mesti dýravinur. Sést
það í mörgum kvæðum hans, ekki sízt hinu vinsælasta og
víðkunnasta slíkra kvæða hans, „Rakki“, um órofa tryggð
hundsins við húsbónda sinn. Minnir það á kvæði Byrons
„Inscription on the Monument of a Newfoundland Dog“
(Áletrun á minnisvarða Nýfundnalandshunds), þó að eigi
sé þar um að ræða neitt nánara samband.
Loks má benda á það, að líkt og Byron sat Grímur
ekki á sáttshöfði við samtíð sína. Þjóðfélagslegt umhverfi
aldar hans og hugsunarháttur var honum tíðum lítt að
skapi; leitaði hann því athvarfs í fortíðinni. „Mikið af
skáldskap hans er blátt áfram leit að betra félagsskap en
lífið bauð honum“, segir dr. Sigurður Nordal réttilega.
Þegar tekinn er til greina hinn andlegi skyldleiki
Gríms og Byrons, kemur það ekki á óvart, þótt gullsmiðs-
sonurinn íslenzki yrði hugfanginn af lávarðinum enska og
kvæðum hans. Ekkert var eðlilegra heldur en að Grímur
yrði á yngri árum hrifinn af, og fyrir áhrifum af, hinum
tilfinningaríku og magni þrungnu ljóðum hins draum-
lynda og byltingarsinnaða skálds, sem enn á víðtækt mátt-
arvald yfir hugum manna.