Skírnir - 01.01.1937, Page 146
Inniluktar þrár.
Eftir Guðmund Friðjónsson.
Eg las eitt sinn í útlendu tímariti grein, sem heitið
gæti á íslenzku: Sálarfræði þagnarinnar. Mér kom fyrir-
sögn ritgerðarinnar á óvart og efnið sömuleiðis. Eg var
þá á unga aldri svo að kalla. Mér hafði skilizt, að öll fræði
hirtist í orðum, en þarna var því haldið fram, að þögnin
væri stundum mælsk. Bent var á það í þessari grein, hve
augu elskenda væru vel fallin til að túlka tilfinningar. Og
minnt var á sorgina, hve mælsk hún væri í þögninni. Eigi
er kurteisin vaðalsaskja. Og oft er vizkan sein til svars
og umhyggjan fáorð. Höfuðburður segir til um skapgerð
manna að nokkru leyti, t. d. einurð, glaðlyndi og þung-
lyndi, jafnvel göngulag er í tengdum við lunderni og bak-
svipurinn.
Andlit mannsins er svo frábærlega skapað, að yfir-
bragðið kemur upp um innri manninn miðlungshætti jafnt
sem yfirburðum. Hnakkasvipur getur sýnt fingralengd
og lubbahátt, ennishrukkur þverúð og munnsvipur kald-
fyndi. Innræti er að sumu leyti arfgengt. En tamning
skapsmuna er sjálfráð að sumu leyti, en að sumu leyti er
framganga á valdi venjunnar. Talað er um blóðhita, þ. e.
geðofsa, í suðrænum þjóðum. Tyrkinn ber konuna sína til
meiðsla, eða rekur rýting í brjóst hennar, þegar honum
virðist hún líta til annars manns en sín. ítalinn býður
þeim manni einvígi, sem hann heldur að eigi ítak í hjarta
konu sinnar. Og verður morðtólið dómari í málinu. En
Islendingurinn stingur sökinni i barm sinn og meltir
hana.