Skírnir - 01.01.1937, Page 147
Skírnir]
Inniluktar brár.
145
Norðmenn sögðu forðum daga um íslendinga: tómlát-
ur er Mörlandinn, þ. e. a. s. seinn til viðbragðs. Enn í dag
er honum fundið til foráttu slíkt hið sama. Mér er það í
fersku minni, að menntamaður einn, víðförull út um lönd,
gerði í ræðu á opinberum fundi samanburð á íslenzkum
stúdentum og rússneskum, skapgerð þeirra. Svo bar við,
að rússneska skáldinu Púsjkín var gerð minning bar 5
landi og mælti Dostojevski fyrir minni skáldsins af svo
miklum guðmóði, að áheyrendur féllu í stafi og grétu
gleðitárum. Þetta eða því líkt gat ekki átt sér stað hér á
landi, sagði frásögumaðurinn. íslendingar geta alls ekki
orðið frá sér numdir; þeir eru svo daufir í dálkinn og við-
bragðsseinir.
Mér þykir þessi mælikvarði vera með þverbrestum.
Skyndihrifning verður jafnan skammlíf. Aðdáun Islend-
ingsins er svo gerð, að henni er ekki hætt við að kollhlaupa
sig, og það tel eg henni til sæmdar. Það hefir nú sýnt sig
í landi voru, síðan öfgastefnur bárust inn í þjóðlífið, að
því fer harla fjarri, að vizkan hafi vaxið dagvöxtum, í
einrúmi eða á almannafæri. Og þá hefir ekki sanngirnin
sprungið út á sóleyja vísu. Því mun eigi skeika, að hrif-
næm þjóð hleypur gönuskeið og einstaklingar hennar, þess
í milli, þó að þau kunni að klappa saman lófum af rétt-
mætri aðdáun, og er þá eða verður undir hælinn lagt,
hvorri betur veitir, góðri aðdáun eða illri uppivöðslu.
Sá, sem lætur gleðina hlaupa með sig í gönur á
mannamótum, mun ekki á hinu leitinu hafa vald á sorg
sinni, þegar því er að skipta. Verður þá viðbúið, að ör-
væntingin taki manninn þeim tökum, að hann fái eigi
staðizt áhlaup hennar. Þess er getið í Eddu, að skapa-
nornir úthluti einstaklingunum geysi misjöfnum kostum,
sumum hamingju, öðrum ógæfu. Reyndar spyr Gangleri
aldanna um það, hvernig standi á þessum mismun, og
hann fær það svar, að skapanornir valdi honum. Þetta
svar er komið frá skáldhug og ber að skilja á táknræna
vísu, og er þar að verki orðaleikur, sem svarar út í hött
emni spurning lífsgátunnar, eða einum þætti hennar.
10