Skírnir - 01.01.1937, Page 148
146
Inniluktar þrár.
[ Skírnir
Merkileg er frásögnin um Sverri konung, þegar hann
stóð yfir líkkistu Magnúsar konungs Erlingssonar, fjand-
manns síns, og ætlaði að tala yfir honum. Hann stóð fyrst
þögull og litaðist um. Að því búnu mælti hann langt er-
indi, þrungið af viti og staðfastri hugsun, ekki minnsti
vottur tilfinningafálms, og höfðu þó þessir konungar bor-
izt á banaspjótum, því að þeir báru ekki gæfu til sam-
þykkis sín í milli. Sverrir deildi á Magnús fyrir það, að
hann hefði hrifsað undir sig konungdóminn gagnstætt
lögum. Magnús skorti faðerni til þeirrar tignar, en hann
hafði móðernið. Þetta taldi Sverrir brot á móti guði og:
rangsleitni gegn sér. Og hann vænti þess, að guð mundi
miskunna Magnúsi. En hann lét fallna konunginn njóta
þess sannmælis, að hann hefði verið sínum mönnum góð-
ur, og vinsæll höfðingi.
Það er sagt um Harald konung hárfagra, að hann
hafi haft það vald yfir skapsmunum sínum, að gefið gæti
ráðrúm reiði sinni og athugað sakir í tómi. Orðið ráðrúm
er merkilegt orð og felur í sér hæð og dýpt og einnig víð-
áttu hugarfarsins. Norrænn hugur er að sumu leyti vel
taminn, þegar frásaga hefst um kynbálk vorn, og ber
skáldskapur Hávamála, Eddukviða og jafnvel gervallur'
fornskáldskapur vor vott um þá tamning. Hann ber vott
um vitsmuni, fremur en hrifning. Minnileg er frásagan
um Hallfreð vandræðaskáld og Gunnlaug ormstungu. Þeir
urðu samskipa út hingað, báðir ofsamenn í skapi, þegar
ástir voru uppi á bugi, eða þegar til vopnaskipta kom.
Gunnlaugur gerði vísu á skipsfjöl og gekk hann þá á glóð-
um þeirra tilfinninga, sem skelfingin yfir að missa af
Helgu fögru kynti undir iljum hans. Vísan var þó laus
við emjan og upphrópanir. Og Hallfreður vó vísuna á
gullvog þess dómara, sem kinkar kolli, talar hægt. Hall-
freður mælti: „Þetta er vel kveðið“. Hann varð ekki stór-
orður í lofinu. Þannig var norrænn andi. Hann kveður
eigi fastara að orði en svo, í sagnaritun sinni, að góður
rómur hafi verið gerður að máli manna, þegar afburðavel
var talað. En þegar einhver breytti drengilega, segir sag-