Skírnir - 01.01.1937, Side 150
148
Inniluktar þrár.
[Skírnir
brunns að bera biðlund, þolgæði og vizku. Áslaug leysti
ofan af skjóðunni fyrst við karl og kerlingu, þegar hún
fór á fund Ragnars. Þá lét hún þau vita, að hún vissi vel,
að þau hefðu drepið fóstra sinn og bað hún þau aldrei
þrífast. Sá ættarmetnaður kom nú upp í henni, að hún
neitaði að ganga Ragnari konungi á vald, nema því að
eins, að hann drykki til hennar brúðkaupsöl með fullri
sæmd. —
Melkorka gat enga kosti sett, á sölutorginu, þegar
hún var komin í ambáttar-aðhaldið. Hún gat að eins drep-
ið sjálfa sig í dróma þagnarinnar. Móðurástin ein gat
leyst hana úr þeim læðingi, þegar sonur hennar Ólafur
stóð frammi fyrir henni í sólargeislanum við lækjarnið-
inn. Þögn Melkorku var fyrirtekt stórlátrar sálar, sem
bar í brjósti innibyrgðar þrár konungsdóttur, sem níð-
ingsháttur aldarfarsins á víkingasviðinu lét kenna á álög-
um hnefaréttar og vopnadóms. Hún kyngir kveinstöfun-
um og lætur tárin verða að hélu.
Melkorku hillir upp úr þoku þagnarinnar, af því að
hún varð móðir Ólafs og amma Kjartans. En hinar ellefu,
sem hjá henni sátu í tjaldinu, þegar Höskuldur keypti
Melkorku af Gilla kaupmanni í Danmörku — þær hverfa
allar, svo að ekki heyrist stuna né hósti og ekki sér spor
eftir þær. Ætla má, að þær hafi einnig verið tiginbornar,
því að víkingar herjuðu mest, þar sem ríkismanna byggð-
ir voru. Nærri má geta, að þrár þessara olnbogakvenna
hafa verið margar og mikilsháttar og þó stefnt í eina átt,
þá, að lifa frjálsar og njóta góðra kosta og virðulegra ásta.
Frelsi, góSir kostir — þessi þrjú orð fela í sér óskir,
sem öllum eru sameiginlegar, börnum allra alda. Við-
leitnin að ná gæðum þeirra er sívakandi og sístarfandi-
Þjóðin vor hefir sýnt þessa viðleitni í verki og þó einkan-
lega í orði. Viðleitnin kemur í ljós í orðum, fremur en í
verkum, af því að orðfæri er auðveldara en verknaður og
í annan stað er orðfærið háfleygara og það geymist betur
en verknaðurinn, sem oftast nær tjaldar til einnar nætur,