Skírnir - 01.01.1937, Side 151
Skírnir]
Inniluktar þrár.
149
og hefir betur geymzt á umliðnum öldum a. m. k. í
strjálbýli.
Þó að eg tali um innibyrgðar þrár, gefur að skilja,
að þessar þrár leita sér útvarps eigi síður en jarðeldur-
inn, sem brýtzt upp úr jökli og varpar öndinni mæðilega
upp um hverina. Innibyrgð þrá á heima í karlmanns-
brjósti eigi síður en í konubarmi. Vísa Önundar tréfótar
er alkunn, geymd í Grettissögu:
Hefk land og fjöld frænda
flýt, en hitt er nýjast,
kröpp eru kaup, ef hreppik
Kaldbak, en ek læt akra.
Hann nefnir ekki missi fótar síns, sem hann hlaut í Haf-
ursf jarðarorustu, en það tjón kann þó að vera undirskil-
ið. Karlmannshugurinn, sem gerði þessa vísu, er sá hinn
sami, sem enn í dag sparar æðruorðin og heldur sér í
skefjum inni í afdal og út við sker, þegar eldur gýs upp
úr jökli eða hafís lokar sundum, svo að vá er fyrir hvor-
um tveggja dyrunum, landið bjargleysa og hafið 100,000
kumla kirkjugarður, eftir því sem Matthías kveður. Karl-
uiannlegt andvarp Önundar tréfótar verður uppi meðan
islenzka verður í metum, af því að hann réði yfir orðlist-
inni og ritari Grettissögu kunni að meta þá list. En flest-
ull andvörp innibyrgðrar þrár hafa dáið á vörum þeirra,
sem andvörpuðu. Þó eru varðveittar minjar þeirra á víð
°g dreif. Bergmál andvarpanna er til og það mun verða
varðveitt um aldir alda. Þetta bergmál er í þjóðsögnum
°g vikivökum, einkanlega þó í viðlögum þeirra. Uppsprett-
uv skapa ár og fljót og þó regnskúrir fyrst og fremst. Og
ú því líkan hátt hafa þrárnar aðdrætti frá smámunaleg-
um sögnum og lifnaðarháttum kynkvíslanna. Trú og von
úveymir í þá átt, sem æfintýrin hafa opnað eða varpað
yfir birtu sinni. — Þráin horfir um öxl og þó jafnframt
beint af augum. En af því að lífslögmálið heftir þrárnar
°S tjóðrar, tekur hún þann kostinn að halda niðri í sér
undanum, kyngja grátstafnum, leyna tárunum, spara við