Skírnir - 01.01.1937, Qupperneq 153
Skírnir]
Inniluktar þrár.
151
in að eins, sem hún lá á sæng. Baráttan fyrir lífinu hafði
tekið frá henni allar tómstundir að öðru leyti.
Stéttabaráttan, sem er dýr að neðan — þetta finn-
gálkn nútímans, brosir að þessu, býst eg við. En hún ætti
nð hafa sig hæga, þar sem helgistöðvar hugsjóna eru vatni
vígðar og anda. Enginn skyldi hæðast að skarpskyggni,
sem séð hefir gegnum holt og hæðir, horft út á perlumið
eða séð út til Elivoga, þar sem norðurljósin kvikna. Hefir
þú, sem brosir háðslega að þessu, hefir þú komið í flæðar-
mál hörpudiska eða séð út á hafdjúp aldanna, þar sem
Perluskeljarnar eru á mararbotni? Þér skjátlast, ef þú
beldur að þú og þínir líkar hafi séð í kvikmyndahúsum
<dla dýrð veraldar og undirheima draumanna.
Húsfreyjan, sem sat í kirkjunni hjá dóttur sinni, var
búin að sætta sig við sitt hlutskipti — á yfirborðinu. En
hjartsláttur hennar lét á sér bæra, þegar eitthvað bar til
^ýlundu. Hún sparaði allt, sem unnt var að draga á lang-
inn, í búri sínu. En þó brá hún fljótt við, þegar henni í
draumi barst bón um björg frá óþekktri konu, sem kvaðst
mga heima í næsta hól eða hamri. Næsta dag lét hún það,
sem beðið var um, á afvikinn stað og það var hirt. Þessi
kona hafði lítil efnaráð og húsakost smáan. Ekki gat hún
haldið hundraði manna veizlu í þrjá sólarhringa og því
síður í viku. En hún bar þó í brjósti sömu skörungsskapar-
þrána, sem fornkonan, formóðir hennar, sú sem stórveizl-
ui’nar hélt eða skálann byggði um þvera þjóðgötuna. Og
bún vissi með sjálfri sér, að hún hafði vöxt og limaburð
til þess að bera skartklæði og gullhlað um enni.
Bóndinn, sem var maður þessarar konu og faðir meyj-
arinnar, sem í kirkjunni sat, átti í vök að verjast við bú-
skapinn, faðir hans og afi og langafi sömuleiðis. En þeir
lifðu við bjargálnir með því móti, að þeir lögðu sig alla
fram við vinnu og hagnýtni. Þessir langfeðgar áttu þá
kynfestu í sjálfum sér og þann rótasafa, sem varði þá
uPPþornun. Þá hafði dreymt fyrir veðrum og með því
®)ðti bjargað fénaði sínum frá váveiflegum áföllum og
sJálfum sér frá dauða, á landi og sjó. Þá hafði órað fyrir