Skírnir - 01.01.1937, Page 155
Skírnir]
Inniluktar þrár.
153
í fang hans né að fótum hans. Hvað gat þá hafa glatt
bóndann?
Ein brennivínsflaska. •—
Heiðargranninn, nábúi jökulsins, hafði dreypt á sig
Heiðrúnardropum. Þessi maður hafði þagað oftast nær
hðlangan veturinn og látið brúnir síga. Nú hjalaði hann
við sjálfan sig og brosti í kampinn. Hann hafði kafað snjó
milli húsa og bæja í mitt læri, í skammdegi, og vaðið
ófærð í kné á útmánuðum, tekið ofan af gluggum í skamm-
degi 0g langdegi, þítt hélu af rúðum með andardrætti sín-
um eða lófayl, jafnvel broddi tungu sinnar, staðið yfir fé
í fjúki og frosti, haft harða drauma, séð inn í tvo heim-
ana. Og hann hafði dregið dám af þela jarðar og klaka
landsins. Hann hafði séð snjóflóð fara niður bæjarfjall-
ið og geysast með fossfalli fram hjá túninu, niður í á-
Hann hafði horft á jakaruðning í elfinni, þegar hlánaði,
ánni sem rann fram hjá bænum hans. Hann hafði séð
jakastíflu í elfinni, og horft á jakana rísa á rönd og hafa
í frammi sporðaköst. Hann hafði heyrt bresta í ísflekun-
um og hann hafði tekið eftir straumgnauðinu milli jalc-
anna, þegar vatnið sogaðist og spýttist. Svo svignaði stífl-
an fyrir straumþunganum og liðaðist sundur. Þrotabú
hennar fór í fossinn með gauragangi og malaðist undir
honum í hringiðu hvítfyssandi.
Bóndi hafði þagað og beðið. Eftir hverju? Eftir leys-
irigu. Nú var önnur leysing fengin — í hugskoti hans.
Pönnin í því ríki var bráðnuð, þelinn sem var fyrir brjóst-
inu orðinn að vatnavexti. Fannkyngjan verður söngvin,
begar hún þiðnar. Og á því líkan hátt getur þeli fyrir
bóndabrjósti flosnað upp og orðið að tónlist og söng.
Bóndinn hafði verið stúrinn um vetrarsólhvörf. Nú var
hann um sumarsólstöðurnar góðglaður. — Góðglaður!
Hvílíkt orð í málinu! Það svarar til orðsins sólbráð, sem
er himneskrar ættar. Þrárnar bóndans voru nú leystar úr
iseðingi og vonirnar dregnar úr dróma. Iiann batt klyfj-
ui’nar einn og var sem honum stæðu f jórar hendur úr erm-
Ulu. Hann hjalaði við einhvern — í góðu gamni — við