Skírnir - 01.01.1937, Qupperneq 156
154
Inniluktar þrár.
[Skírnir
innra manninn, viS sjálfan sig. Þegar við vorum þarna,
var sumardýrðin sjálf á fótum um miðnætti. Skip sigldu
að landi. Kaupsýslumenn áttu sum, þeir sem svo voru
gerðir, að við þá mátti eiga handsöl. Sum skipin áttu álf-
ar, sem herbergjaðir voru í hömrunum við höfnina. Því
að huldumenn eru í förum og hafa verzlun með höndum,
þó að landshagsskýrslur nái ekki yfir þá. Bóndinn sá
huldumenn koma ofan af landi og fara í bát fram í álfa-
skipið. Þar var verzlað á floti og var ferjumaður þar til
staðar til flutninga. Bóndinn þekkti einn föru-álfinn, sem
þarna var í kaupstaðarferð. Hann bjó í gilinu nálægt
bóndabænum og átti skjótta hryssu, sem hann reið nú á
í kaupstaðinn.
Meðan þjóðin var svo ósjálfbjarga, að hún átti ekki
skip haffæranda, orti alþýðuþráin það æfintýri, í rökkri
eða tunglsljósi, að huldufólkið ætti skip í förum. Ef til
vill hefir þessum náttúrubörnum, sem áttu sjötta skiln-
ingarvitið í fórum sínum — ef til vill hefir þeim gefið
sýn og þau séð skipin, sem þjóðin á nú. Það mun vera
sannað, að sumt fólk sér atburði ókomins tíma, eins og
þeir væru að gerast. Stundum er spáfluga í sýninni, sem
komin er úr undirheimum drauma og dáleiðslu. Stundum
er sýnin smíðuð og fer þó nærri réttu lagi„ því sem skeð-
ur síðar. — Tökum t. d. gandreiðarnar, sem þjóðtrúin
skýrir frá. Ein þess háttar sýn er ekki eldri en það, að
hún var borin undir Árna stiftprófast í Görðum, sem
postilla er eftir. Ætla má, að gandreiðar hafi verið fyrir-
boði bíla og bílunga, og er sennilegt, að skyggnir menn
hafi séð þessi farartæki í einhvers konar leiðslu. Þráin,
sem samgönguörðugleikarnir léku svo hart, að hún varð
mosavaxin, svo að segja, eða kviksett á þeim bletti, sem
hún fæddist á, getur hafa skapað sjálfri sér til hugnunar
eða fróunar þessi gandreiðartæki. En hvort heldur sem
var, hefir sú brjóstræna hvöt, sem vér nefnum þrá, vængj-
að sig á þessum augnablikum og yfirstigið tíma og rúm.
Þá er klæðið, sem flýgur, enn til vitnis um þessa framvísi,
og er það nefnt bæði í þjóðsögunum og í Pílagrími ástar-