Skírnir - 01.01.1937, Page 158
156
Inniluktar þrár.
[Sldrnir
sjálf hafði troSið þessa götu á sinni meydómstíð. — Það
gengur svo, að einstaklingssagan endurtekur sig eins og
hver mannkynssagan.
Unglingarnir, sem spýttu í sjóbúðinni mórauðu, sáu
stundum meyjarhöfuð koma upp úr sjónum — rauðar
varir, stór augu og hár, sem féll niður á háls. Og þeir
sögðu formanni sínum frá þessu. Hann tók lítið af því og
mælti hægt: „Það er svo, drengir, að allt, sem er til á
landi, á sér líkingu í sjó. Það er nú svo, drengir mínir.
Haldið þið, að hann Jónas hefði kveðið um hafmeyna, ef
hún væri ekki til?“
Karlarnir á kaupangstorginu lokkuðu hugsun mína
í allar áttir lands og hafs og löðuðu hana til heilabrota.
Eg sneri frá þeim út á grasrótina, þangað sem jörðin
greri í smitandi dögg. — Nú var hægt að hafa árstíð í
einu spori. Eg steig léttum fetum yfir að haustinu og sá
héluna verða að fögrum rósum:
Kom eg þar að kveldi,
sem kerling blés að eldi,
hristi sína hringa
og bað fugla að syngja:
Grágæsa móðir!
Ijáðu mér vængi,
svo eg geti flogið
upp til himintungla.
Tunglið, tunglið taktu mig,
berðu mig upp til skýja.
Þar situr hún móðir mín
og kembir ull nýja.
Þessi móðir mín — hver er hún?
Getur verið móðir skáldsins, sem lifði þá sælu að
hafa skáldið á brjósti, þegar það var barn. — Getur ver-
ið náttúran sjálf, fóstra vor, sígild hefðarkona, sem er
allra kvenna dulust, en slyngust þó að koma ár sinni fyrir
borð. —