Skírnir - 01.01.1937, Page 160
158
Inniluktar þrár.
[Skírnir
til himins. Þessi látlausi orðaleikur um móður, sem kemb-
ir ull uppi í himninum, gæti vel verið svo gamall, að hann
eigi upptök sín í kaþólskum sið. — Maríuull heitir enn í
dag skýjanetja í lofti, sem hefir á sér góðviðrisblæ. Sum-
ir nefna þessa kyrrviðraslæðu Maríutásu. Hún sést á
kvöldin um hásumar og hefir á sér aftanroða, eða purpura-
liti sólseturs. Sennilegt er, að Maíu mey hafi verið þökk-
uð þessi himneska ull, eða hún kennd við Maríu. Verið
getur, að niðurbæld trúarmeðvitund, sem lúta varð í
lægra haldi fyrir siðabót svokallaðri, hafi lyft þrá sinni, í
þessu ljóði, upp til himintungla og að hún hafi kallað
Maríu drottningu móður sína. Iðjuglaðar sálir lifðu allt
fram að þessari öld hálft í hvoru ofan við tíma og rúm,
og sú þrá, sem þangað horfði, breiddi bros yfir andlit, sem
þaráttan fyrir lífinu stimplaði og mótaði. Þessi þrá hafði
sjöstjörnuna fyrir ldukku og vetrarbrautina fyrir ein-
stigi upp til himins.
Þráin er þannig gerð, að hún hefir augastein á hverj-
um fingri og hverri tá. — Þess vegna sér hún niður í haf-
dýpi og gegn um holt og hæðir.
Sams konar andi og sá, sem hefir augastein í hverri
taug og er alsjáandi, hefir gert þetta kvæðisbrot:
Úti ert þú við eyjar blár,
eg er setztur að Dröngum.
Sá, sem þetta kveður, gæti verið bróðir konungsins
í Svörtu eyjunum, sem 1001 nótt segir frá. Hann var
marmari að neðan, sat fastur í lögbergi töfranna.
Bláar eyjar! Sá, sem horfir á þær frá Dröngum, til-
biður hillingar, sem tíbrá veldur.
Það er að segja — þetta var svo fyrrum. Nú eru hill-
ingar úteyjanna svo að segja úr sögunni, t. d. eyjanna
Wakal Wak, sem æfintýri segja frá og Jakob Smári kveð-
ur um fagurlega.
Það er kunnugt, hve sjónarmiðin breytast með aldri
og árum. Þegar eg var ungur, gat eg varla tára bundizt
yfir manninum sem sat að dröngum og horfði út á bláar