Skírnir - 01.01.1937, Qupperneq 161
Skírnir]
Inniluktar þrár.
159
unnir, jarðfastur eða því sem næst. — Nú ltenni eg meira
í brjósti um það fólk, sem á úrkosti svo góða, að það getur
flogið í flugvélum, þotið um allar jarðir í bílum, séð öll
ríki veraldar í kvikmyndahúsum, heyrt daglega tíðindi frá
öllum álfum, etið krásir, drukkið dýrindis vín, klætt sig í
pell og purpura — og verið þó að sálast úr leiðindum.
Þegar eftirlætið gerir fólkið innantómt, sem svo er kall-
að, er það verr á vegi statt, en sá, sem sat úti að Dröng-
um, og orti ódauðlegt stef.
Látum svo vera, að honum hafi þar blætt til ólífis. En
ef svo hefir tiltekizt að vorlagi, þegar sólin situr uppi og
vakir, hefir hann þó lifað dýrlegt augnablik. Þess vegna
verður innibyrgða þráin ódauðleg, í sögu og ljóði, að hún
átti ekki völ á neinu á borði. Hún tók þá til þess, sem
hún réði yfir, orðfærisins, og smíðaði úr því barnagull, —
°g dýrgripi handa fullorðnu fólki. Meðan þjóðin, alþýðu-
andinn, múgsálin, smíðar úr gulli málsins, skilur barnið
eins og gamalmennið, að það er rétt og satt, þó ótrúlegt
sé, að gull felst undir tungurótum. —
Þráin, sem eg hefi lýst, tilheyrir liðnum tíma fremur
®n nútíð. Hún hefir nú tekið þeim stakkaskiptum, að af
henni er farin feimnin að mestu leyti og hún er orðin
heimtufrekari en fyrrum, kröfuharðari um yfirborðs-
skemmtanir og áhrifaríkar nautnir. Hún er orðin hávær-
ari og minna gefin fyrir andleg efni. Þó er hjartsláttur-
inn sá hinn sami í þeim brjóstum, sem búa í forsælunni.
Enn dreymir meyna, sem er í sveitabænum, líkt og áður
gerðist, og þá sem situr í skrifstofunni og ekki sízt þá,
sem örlögin hafa gert að sjúklingi í hælinu, þar sem hvíti
faraldurinn vofir yfir. Hana hefir þó dreymt, að til sín
ttyndi koma riddari á snjóhvítum hesti eða dreyrrauðum,
sem henni byði að þeysa með sér út í 1000 rasta skóg, sem
svo er gerður, að hvert tré í honum syngur, þegar blæ-
vindur bærir hárin á höfði manns. En þó er hann svo þög-
uh, að hann lætur ógert, að segja eftir elskendum. Hún
hefir heyrt hófatakið, jódyninn, milli svefns og vöku. En
riddarinn kom þó ekki svo nærri, að hann dræpi á hennar