Skírnir - 01.01.1937, Page 162
160
Inniluktar þrár.
[ Skírnir
dyr. Æfistundirnar hennar liðu. Og hún hvítnaði meir
og meir. —
Þráin íslenzka hefir talað mest við sjálfa sig á vetr-
in. Þá kreppti mest að henni, þegar torfærur samgangn-
anna margfölduðust á landi að lögum náttúrunnar og
sundin lokuðust á sjónum. Hún þráði vor og sumar. Fyrsti
sumardagur var í augum hennar eins og nokkurs konar
brúðgumi. En hann brást oft að því leyti, að hann stóð
alls ekki að gæðum né fegurð ofar eða framar miðlungs
vetrardögum. Samt var slegið upp veizlu móti honum
hvernig sem blés, og enn er þeirri siðvenju haldið í landi
voru.
Þrá þjóðar vorrar og einstaklinga hennar hefir á um-
liðnum öldum setið eða búið í forsælu, þegar bezt blés, en
hamað sig stundum undir heystakki. Hún hefir orðið að
sætta sig við að lifa á munnvatni sínu og á vindi og snjó.
Eg hefi nokkurn veginn gildar sannanir fyrir því, að
ásauður lifði í 16 vikur í fönn — tórði í snjónum. Ærin
sú losnaði úr haldinu, þegar „hlákustormsins stóra sál“
leysti skaflinn, sem þrengdi að dýrinu. Þessi lífseiga
skepna kom sjálfkrafa heim á kvíabólið á Sandi, þegar
afi minn hét og var. Eg veit eigi til, að líf hafi í annað
sinn búið við svo langa forsælu og unnið sigur á henni.
En þessvegna lifði ærin svo lengi, að hún lagði sér til
munns snjóinn. Hún gerði sér „morgindöggvar að mat“,
morgundaggir í gervi snjókristalla. Og það varð henni
til lífs. —
Gamall málsháttur segir:
„Við lítið má bjargast en eigi við ekkert“. Ef til vill
hefir þráin innibyrgða skapað þetta spakmæli. Vera niá,
að hún hafi skáldað æfintýrið um lóurnar sjö, sem sofa
samfleytt allan veturinn í klettaskor og lifa hver um sig
á einu einasta laufblaði, sem þær geyma undir tungu sinni.
Athygli fólksins sá það út undan sér, að lóan fór úr byggð
síðust allra fugla og kom í fyrsta lagi. Hún mundi fara
stutt, ef að líkindum léti. Vera má, að þjóðtrúin hafi gert
sér að góðu þá úrlausn þessa máls, að lóan svæfi af sér