Skírnir - 01.01.1937, Side 164
162
Inniluktar þrár.
[ Skírnir
Mér dettur í hug, að þráin innilukta hafi svo a5
segja fundið sjálfa sig, eða séð sig í skuggsjá, þarna í
klettaskorinni. Þeirri getgátu má að vísu velta fyrir sér
á ýmsar lundir. Undir niðri er þessi frásögn tákn þeirrar
ástúðar, sem þjóðarsálin ber fyrir brjósti gagnvart lífinu
því, sem á í vök að verjast.
Þetta laufblað, sem lóan bar undir tungu sinni, er a5
sjálfsögðu hvergi nefnt í bókum grasafræðinga. Það mun
vera af ætt lífgrasanna, sem nefnd eru í skáldskap, göml-
um og góðum, ofan frá Braga gamla, niður til Matthíasar.
Þó að karlmaður yrði til þess að setja í ljóð æfintýrið
um lóurnar sjö, munu kvenhendur hafa um það fjallað í
upphafi — eða kvenvarir, tunga konu. Samskonar þrá.
mun vera móðir þessarar sögu, eða ljósmóðir hennar, sem
forðum — á skeiðrúminu framan við allar aldir, gerði
konunni álftarham og lét þær verða þess um komnar, að
fljúga í hamnum yfir fjöll og firnindi. Á þeim dögum
voru konur (nornir) svo stórhuga og máttarmiklar, að
spunnið gátu og rakið örlagaþræði manna „frá austri til
vesturs“ — og er sú vegalengd drjúgum meiri en sú, er
valur flýgur vorlangan dag. Dætra-dætur þeirra valkvenda
lifðu að vísu við litla kosti, þær sem báðu grágæsamóður
að lána sér vængi, svo að flogið gætu upp til himintungla.
Mátterni manna og kvenna minnkar eða vex eftir því, sem
hnignun eða framför anda geðþótta sínum á kynkvíslarnar.
Þráin lifir sitt hið fegursta á hnignunartímum. Þá
öðlast hún vökudrauma. Þá gefur hún út ávísanir sínar á
gróanda lífsins. Það getur dregizt, að þær verði innleystar
— þangað til hillingin verður höndum tekin. Skáldgáfan
gerir sér að góðu hillingarnar — býr til úr þeim æfintýr,.
handa sjálfri sér fyrst og fremst. En jafnframt gefur hún
þeim, sem þiggja vilja, hlutdeild í voninni, eða þeirri áætl-
um, sem felst í bollaleggingu hennar og getgátum.
Meðan þjóð vor sat í örbirgðarhnipri, skimuðu þrár
hennar mestmegnis um hulinsheima, einkanlega dauðans.
Nú síðan fram úr tók að rakna fyrir henni, ber hún
fyrir brjósti ósk um góða lífdaga. Óskin sú er orðin að