Skírnir - 01.01.1937, Síða 166
Hvað varð að bana
Þiðranda Hallssyni?
Eftir DavíS Scheving Thorsteinsson.
Það er eftirtektarvert, að þótt „Þáttur Þiðranda ok
Þórhalls" sé, eins og fleiri þættir, fléttaður inn í sögu
Ólafs konungs Tryggvasonar bæði í Fms. og Flateyjar-
bók, þá sleppir Snorri alveg þessum þætti í Heimskringlu
sinni. Mætti máske geta sér þess til, að honum hafi fund-
izt fullmikill kynjakeimur af þeim atburðum, er þar
greinir.
Öll er þó frásögnin í þætti þessum skipuleg og áferð-
arfalleg. Er fyrst getið Þórhalls spámanns, hvenær hann
kom út hingað („á dögum Hákonar jarls Sigurðssonar“)
og hvar hann hafi búið: „Þórhallr spámaðr bjó þá á
Hörgslandi, er Síðu-Hallr bjó at Hofi í Álftafirði", en það
var ættaróðal hans, því að „Böðvar hinn hvíti, afi Halls,
byggði fyrstr at Hofi ok reisti þar hof“ (Fl.b. I, bls. 249)-
Á Síðu-Halli eru engin deili sögð; höfundi hefir þótt
það óþarfi, því að Hallur var þjóðkunnur maður og ætt
hans öll, sem annars er rakin í II. b. Fms., bls. 190—191,
sbr. Landnámu, útg. Sig. Kristjánssonar, bls. 187—138.
Þá er þess getið, að kært hafi verið með þeim Þór-
halli spámanni og Halli, og hafi Hallur jafnan gist að
Þórhalls, þegar hann reið til þings og af þingi, en Þórhall-
ur oft þegið heimboð að Halli þess á milli, og jafnvel ver-
ið þar stundum tímum saman.
Því næst er getið Þiðranda, elzta sonar Halls; „hann
var manna vænstr ok efnilegastr; unni Hallr honum mest